Ákall til Eyjamanna

Líkt og kunnugt er hefur Þjóðhátíð verið felld niður síðustu tvö ár vegna sóttvarnaraðgerða. Þetta setur ÍBV íþróttafélag í mjög alvarlega fjárhagsstöðu þar sem Þjóðhátíð er stærsta fjáröflun félagsins.

Félagið rær lífróður til að geta haldið starfsemi félagsins áfram. Það er öllum hér í Eyjum ljóst að ÍBV er þekktasta merki Eyjanna og hefur borið hróður þeirra víða um land. Í ljósi þessarar stöðu sem félagið er í, viljum við biðla til ykkar sem hafið tök á því, að leysa ekki út aðgangsmiðana heldur færa þá til næsta árs. Við höfum óbilandi trú á því að það verði haldin Þjóðhátíð árið 2022.
Aðendingu má benda á að hægt er að styrkja félagið um miðakaupin í heild sinni eða að hluta til, hafi fólk tök á.

Fyrir hönd stjórnar
Þór Í. Vilhjálmsson

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search