Air Iceland Connect hefja áætlunarflug til Eyja næsta vor

07.10.2020

Á fundi bæjarráðs í dag voru samgöngumálin rædd: 

 

Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri og Njáll Ragnarsson formaður bæjarráðs hafa undanfarna daga átt í samskiptum við fulltrúa Isavia vegna fyrirhugaðra uppsagna starfsmanna félagsins á Vestmannaeyjaflugvelli.

 

ISAVIA hafa dregið boðaðar uppsagnir til baka

 

Óþarfi er að tíunda mikilvægi flugvallarins fyrir samfélagið og mikilvægi þess að flugvellinum sé haldið opnum og viðhaldi sinnt, bæði á vellinum sjálfum sem og þeim mannvirkjum sem þar eru. Gott samtal hefur átt sér stað milli aðila og í kjölfarið hefur Isavia ákveðið að draga boðaðar uppsagnir starfsmanna sinna til baka og fresta ákvörðun um breytt starfsmannahald á vellinum til næsta vors.

 

Stjórnendur Air Iceland Connect líta á Vestmannaeyjar sem spennandi viðbót við áfangastaði þeirra

 

Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri hefur átt í samskiptum við fulltrúa flugfélaganna undanfarinn mánuð. Meðal annars Air Iceland Connect um mögulegt áætlunarflug til Vestmannaeyja á markaðsforsendum.

Stjórnendur Air Iceland Connect líta á Vestmannaeyjar sem spennandi viðbót við áfangastaði þeirra og hafa ákveðið að hefja áætlunarflug til Eyja næsta vor. Í þessu felast mikil tækifæri til kynningar á Vestmannaeyjum sem áfangastað, bæði fyrir innlendum sem og erlendum ferðamönnum. Einnig skiptir miklu máli fyrir Vestmannaeyinga að áætlunarflug hefjist aftur.

 

Viðræður samninganefndar Vestmannaeyjabæjar við Vegagerðina vegna þjónustusamnings um rekstur Herjólfs eru hafnar og hafa aðilar átt tvo fundi. Allur samningurinn er undir í viðræðunum.

Bæjarráð þakkar upplýsingarnar og fagnar fréttum um að Air Iceland Connect ætli að hefja flugsamgöngur til Vestmannaeyja á markaðslegum forsendum næsta vor. Bæjarráð lýsir jafnframt ánægju með að Isavia hafi nú ákveðið að draga til baka uppsagnir á flugvellinum í Vestmannaeyjum.

Bæjarráð leggur áherslu á að niðurstöður viðræðna milli samninganefndar Vestmannaeyja og Vegagerðarinnar vegna rekstur Herjólfs skýrist fljótt svo hægt sé að eyða óvissu félagsins og starfsmanna um framhaldið.

Forsíðumynd Jói Myndó

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search