ÁHYGGJUR OG KVÍÐI

19.03.2020

Það er eðlilegt að finna fyrir áhyggjum og kvíða þegar óvissa ríkir líkt og nú í tengslum við COVID-19. Það veitir okkur öryggistilfinningu og við upplifum ákveðna stjórn á hlutum þegar við höfum upplýsingar sem hjálpar okkur að takast á við áhyggjurnar. Þannig eykst geta okkar til að takast betur á við krefjandi aðstæður. Það mikilvægasta til að hefta útbreiðslu veirunnar er að þvo sér vel um hendurnar með sápu í a.m.k. 20 sekúndur.

Ef þú finnur fyrir áhyggjum er mikilvægt fyrir þig að nota streitulosandi aðferðir sem áður hafa gagnast þér. Það getur verið að hreyfa þig, hlusta á góða tónlist eða lesa bók.

Gott er fyrir þig að halda daglegum venjum eins og kostur er

Það er brýnt að við tölum af yfirvegun, án alhæfinga og stórra yfirlýsinga, sérstaklega í kringum börn. Það er mikilvægt að við ræðum líðan okkar við fjölskyldu, vini og samstarfsfélaga eins og kostur er. Ef áhyggjur eru miklar er hægt að leita til t.d. heilsugæslu eða sálfræðinga. Einnig er 1717, Hjálparsími Rauða krossins, alltaf opinn.  

Er erfitt að vera í sóttkví? 

Við erum öll misjöfn og bregðumst ólíkt við í breyttum aðstæðum eins og sóttkví. Það er skiljanlegt að vera þreytt, leið, reið eða eirðarlaus í slíkri stöðu. Sumir taka tilmælum um sóttkví með jafnaðargeði og líta á tímann sem tækifæri til að sinna ýmsu sem annars gefst ekki tími til. Mikilvægt er að hafa í huga að sóttkví er samfélagsleg varúðarráðstöfun.

Ljóst er að ekki væri verið að grípa til þessara ráðstafana nema þær væru taldar nauðsynlegar.

Mikilvægt er að huga að andlegri og líkamlegri heilsu, vera í samskiptum við vini, samstarfsfélaga og fjölskyldu gegnum síma og netið. Að auki er hægt að fara í göngutúra og ökuferðir.  

Hugmyndir að því hvað hægt er að taka sér fyrir hendur meðan á sóttkví stendur: 

Vinna heiman frá sér ef hægt er að sinna einhverjum verkefnum þaðan

Sinna námi 

Spila, púsla 

Horfa á sjónvarpsseríu 

Hvíla sig 

Skápa tiltekt/þrif 

Taka til í geymslunni eða bílskúrnum 

Flokka myndir 

Námskeið á netinu – líkamsrækt, jóga, tölvunámskeið, tungumálanámskeið o.s.frv. 

Líkamsrækt heima 

Lesa, hlusta á hljóðbækur eða hlaðvörp 

Leikir með börnum 

Hannyrðir og föndur

Prófa nýjar uppskriftir eða baka 

Viðgerðir, viðhald, mála heimilið 

Leita eftir stuðningi eftir þörfum hjá vinum/fjölskyldu í síma og á netinu

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is