Þriðjudagur 25. júní 2024

Áhugavekjandi þemasmiður á unglingastigi og Leikjahandbók meðal þess sem hlaut styrk úr Þrónunarsjóði leik- og grunnskóla

Samningar vegna styrkveitinga úr Þróunarsjóði leik- og grunnskóla voru undirritaðir við athöfn í Eldheimum

Tilgangurinn með sjóðnum er að stuðla að þróunar- og nýsköpunarstarfi

Er þetta í annað sinn sem veittir verða styrkir úr sjóðnum og undirritaði Arna Huld Sigurðardóttir, formaður fræðsluráðs, samningana fyrir hönd Vestmannaeyjabæjar.

Eftirtalin verkefni hljóta styrk úr sjóðnum:

Áhugavekjandi þemasmiður á unglingastigi. Ásdís Steinunn Tómasdóttir, deildarstjóri í GRV, Birgit Ósk B. Bjartmarz, kennari við GRV og Sigurhanna Friðþórsdóttir, kennari við GRV, standa að verkefninu.

Kennslufræði um hugmyndafræði floorbooks. Bjarney Magnúsdóttir, leikskólastjóri á Kirkjugerði og Lóa Bald Andersen, deildarstjóri á Kirkjugerði, standa að verkefninu.

Leikjahandbók. Guðrún Bára Magnúsdóttir stendur að verkefninu í samstarfi við Guðrúnu Lilju Friðgeirsdóttur og Sóla.

Leshópar og lestrarátök á bókasafni. Sæfinna Ásbjörnsdóttir, safnkennari í GRV, stendur að verkefninu.

Lestrarbækur sem kveikja áhuga. Snjólaug Elín Árnadóttir og Unnur Líf Ingadóttir Imsland, kennarar við GRV, standa að verkefninu ásamt Helgu Sigrúnu Þórsdóttur, kennsluráðgjafa á skólaskrifstofu.

Rafrænt nám og skapandi skil. Bryndís Bogadóttir, kennari við GRV, stendur að verkefninu.

Þemaverkefni um himingeiminn. Helga Jóhanna Harðardóttir, Sara Jóhannsdóttir, Arnheiður Pálsdóttir, Thelma Hrund Kristjánsdóttir og Lóa Hrund Sigurbjörnsdóttir, kennarar við GRV, standa að verkefninu.

 

Fræðsluráð þakkar þeim sem sóttu um styrk úr sjóðnum. Umsóknirnar bera vott um það gróskumikla, metnaðarfulla og faglega starf sem fram fer í okkar frábæru skólastofnunum.

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search