Ágæt veiði en skítviðri framundan

Ísfisktogararnir Bergur VE og Vestmannaey VE voru ýmist að landa fullfermi á mánudaginn eða á landleið með fullfermi. Skipin voru að veiðum austur af landinu.

Bergur VE landaði í Neskaupstað í gærmorgun. Jón Valgeirsson skipstjóri segir að veiðiferðin hafi gengið vel. „Það var fínasta veiði í Litladýpi og á Skrúðsgrunni en aflinn er langmest þorskur og ýsa. Þetta er ágætur fiskur sem ætti að henta vel fyrir vinnslurnar,“ segir Jón.

Vestmannaey var á leið til Vestmannaeyja í gær. Heimasíðan (svn.is ) sló á þráðinn til Egils Guðna Guðnasonar skipstjóra. „Við vorum á Gerpisflaki, á Fætinum og á Skrúðsgrunni og það var góð þorsk- og ýsuveiði þarna. Það er ekki hægt að kvarta yfir aflabrögðunum,“ segir Egill Guðni.

Skipstjórarnir gerðu veðurhorfur næstu daga að umtalsefni og sögðu horfurnar ekki glæsilegar. Töluðu þeir um að það stefndi í helvítis ótíð og skítviðri og næsta vika yrði einfaldlega hundleiðinleg veðurfarslega.

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search