Það var fjör á Afsláttarkvöldi Húsasmiðjunnar í gær. Glæsilegar tískusýningar hjá Litlu Skvísubúðinni og Sölku. Kynningar og tilboð frá Heimilislíf, Útgerðinni, Leturstofunni með skart frá myletra, Aníta Mary með dauðahafsvörur og einnig kynning á gæludýravörum.
Dísa Kjartans var kynnir köldsins. Flott tilboð í Húsasmiðjunni sem bauð einnig upp á nýbakaðar vöfflur. Þá var hægt að taka þátt í lukkupotti með flottum vinningum frá Húsasmiðjunni og öllum þeim fyrirtækjum sem voru á staðnum. Vel var mætt á kvöldið og var Tígull á staðnum og smellti af myndum.























































































