Afríka

24.11.2020

Kæru lesendur.

Árið 2020 varð öðruvísi en við höfðum gert ráð fyrir.

Við hjónin ætluðum til Nakuru í Kenía nú í haust en af því varð ekki. Þó að við höfum ekki farið í eigin persónu höfum við getað verið í sambandi við vini okkar á netinu, beðið fyrir þeim og sent fjármuni. Við ætlum okkur að halda áfram að byggja upp betri aðstöðu við kvennaathvarfið. Þar er svipuð staða með covid 19 og hér, nýjar bylgjur, grímunotkun, fjarlægðarmörk og hvatning til sóttvarna.

Fleiri konur hafa sótt athvarfið í ár og hægt var að sinna þeim vegna þess að húsnæðið er betra, þökk þeim sem hafa styrkt þetta verkefni með okkur. Það koma minni tekjur inn m.a. vegna þess að styrktaraðilar hafa minni innkomu. Í þessu ástandi hafa margir daglaunamenn misst vinnu.

Skólinn á svæðinu starfaði ekki frá mars en er nú starfandi með takmörkunum. Sama er að segja um hvers lags samkomuhald. Enn er hjarta okkar hjá stúlkunum á athvarfinu, börnum þeirra og fólkinu sem við kynntust í Nakuru. Ungu konurnar með börnin eiga ekkert og hefur mörgum verið útskúfað af fjölskyldu sinni. Það er mikið verk sem starfsfólkið á athvarfinu sinnir að hlúa að líkamlegum og andlegum þörfum kvenna og barna.

Síðan að hjálpa þeim að koma sér fyrir og takast á við lífið sem er oftar en ekki erfitt. Athvarfið er í fátæktarhverfi Nakuru og starfa þar tveir félagsráðgjafar í tengslum við borgaryfirvöld. Þetta er eina kvennaahvarfið í borg með yfir eina milljón íbúa.

Við höfum hitt margar konur sem voru þar og fengu hjálp til að koma undir sig fótunum og lifa góðu lífi núna, margar með vinnu, eiga fjölskyldu og heimili. Lífsbaráttan er erfið en þær eru þakklátar fyrir þá aðstoð og stuðning sem þær fengu. Við höfum sent fjármuni þrisvar á þessu ári.

Sendum við aðallega neyðaraðstoð vegna ástandsins en minna til bygginga því við viljum frekari sjá uppbygginu hjá konunum og börnum þeirra. Í nýrri skýrslu UNICEF segir ; „Á heimsvísu er áætlað að fjöldi barna sem búa við fátækt á mörgum sviðum

– börn sem hafa ekki aðgang að menntun, heilsugæslu, húsnæði, næringu, hreinlætisaðstöðu eða hreinu vatni  hafi aukist um 15 prósent eða um 140 milljónir barna árið 2020.“ Mbl.20.11.20.

Með því sem við leggjum af mörkum getur breytt lífi nokkurra einstaklinga.

Frá athvarfinu berast miklar blessunar- og þakkarkveðjur til allra þeirra sem styrkja það.

Við erum þakklát öllum þeim sem sýnt hafa verkinu áhuga og munum halda því áfram.

Þeir sem vilja hjálpa okkur að hjálpa vinum okkar í Nakuru er bent á reikninginn: O185 – 26 – 003667 kt. 1211555919, Þóranna M. Sigurbergsdóttir.

Guðsblessun og gleðileg jól,
Þóranna og Steingrímur.

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search