Fimmtudaginn 16. febrúar um kl. 07:00 verður vinna í flutnings- og dreifikerfi rafmagns sem mun hafa áhrif á einhverja notendur í stutta stund um morguninn. Þessi vinna er tengd breytingum sem unnið er að við raforkuflutning frá landi og er reiknað með að henni ljúki síðar um kvöldið eða á föstudagsmorgun og þá gæti aftur orðið vart við smávægilegar truflanir. En við vonumst til þess að svo verði ekki og að allt gangi að óskum.
Minnum á að ef til verulegra truflana kemur munu við birta upplýsingar á www.landsnet.is og www.hsveitur ásamt því að tilkynningar verða settar á samfélagsmiðla fyrirtækjanna.
Takk fyrir skilninginn og þolinmæðina
Landsnet og HS veitur.
Mynd: Halldór B. Halldórsson