Í dag hittum við verktakann og stjórn kvennaathvarfsins og fórum yfir stöðuna. Þetta var gagnlegt og allt tekur tíma, sérstaklega hér. En í lok dags vorum við ánægð með árangurinn og verktakinn ætlar að sinna verkinu næstu daga. Ég átti gott spjall við yfirmann athvarfsins um mannréttindi og jafnrétti. En þessi mál eru langt á eftir því sem við eigum að venjast heima.
Það er saumaskóli á New Life svæðinu og kíktum við þangað í dag Boðið var upp á te og köku eftir fundinn Það þarf að brjóta til að byggja upp en þarna verður eldstæðið endurbyggt Steingrímur fór yfir stöðuna með yfirmanni og gjaldkera athvarfsins Spjallað við verktakann
Við heimsóttum Madam Joyce sem býr fyrir utan Nakuru. Við ókum í um klukkutíma og fórum með tveimur innfæddum konum. Við áttum góðan dag og ræddum við um margt og erum við bjartsýn að það sé hægt að breyta ástandi mála hér. Bróðir hennar gekk með okkur um svæðið umhverfis húsið en þar er ræktun og mikill gróður. Við erum þakklát fyrir þann heiður sem hún sýndi okkur.
Stór gamall kaktus, líklega tíu metra hár Þetta er tré frá 1930 og er mjög hátt. Svona tré voru gróðursett til að taka við eldingum.
Hún sýndi okkur áhuga og Steingrímur er að lýsa einhverju vel.
Húsið var byggt af enskum nýlenduherra fyrir um það bil eitt hundrað árum og minnti á hús Karenar Blixen sem við skoðuðum í NairobiVarðhundar í búri
Fórum í kirkju og núna erum við komin í góðan takt með okkur og aðra í kringum okkur.
Fallega bláa tréð við hliðina á húsinu þar sem við búum
Kýrnar röltu áfram
Á leiðinni heim við íþróttavöllinn komu kýr gangandi yfir götunaKórinn í kirkjunni Börnin sungu einn sön
Við heimsóttum fjölskyldu Felixar. Hann kom með Jonsson 4ra ára og við keyptum mat og vörur fyrir heimilið. Síðan fórum við saman lengst út í hverfið sem þau búa og þegar við stigum út úr bílnum var kallað: Póranna. Það var kona sem ég talaði við fyrir helgi sem bjó þarna nálægt. Móðursystir Felixar var með þriggja mánaða stúlku og sagði okkur að nafn hennar væri Þóranna. Það var bæði undrun og gleði að hitta nýja nöfnu hér. Við áttum góðan tíma með ömmunni og barnabörnum hennar. En tvær dætur hennar eru látnar. Það var með þakklæti sem við héldum heim á leið.
Fyrir utan heimilið eru eldhúsverkin Amman var þakklát og glöð með það sem við komum með. Við færðum henni m.a. teppi og föt sem við fengum hjá Rauða krossinum Móðursystir Felixar með Þórönnu dóttur sína Þóranna í stofunni með tvo þakkláta drengi Felix, amman, Jónsson og Jónsson