Afla­marki fyr­ir fisk­veiðiárið 2020/​2021 – Úthlutað 353 þúsund tonnum í þorskígildum

31.08.2020

Afla­marki fyr­ir fisk­veiðiárið 2020/​2021 hef­ur verið út­hlutað af Fiski­stofu. Í heild hef­ur stofn­un­in út­hlutað 353 þúsund tonn­um í þorskí­gild­um en heild­ar­út­hlut­un­in nam 372 þúsund þorskí­gildist­onn­um á fisk­veiðiár­inu sem lýk­ur 1. sept­em­ber. Þá nem­ur út­hlut­un í þorski 202 þúsund tonn­um og í ýsu 35 þúsund tonn­um.

Að þessu sinni er það skipið Guðmund­ur í Nesi sem fær út­hlutað mestu afla­marki en Sól­bergið hlaut þann heiður við síðustu út­hlut­un. Sól­berg fær út­hlutað 10.670 þorskí­gildist­onn­um sem er 300 tonn­um meira en í fyrra. Guðmund­ur í Nesi bætti hins veg­ar við sig 3.000 tonn­um og fær nú út­hlutað 13.714 þorskí­gildist­onn.

Bæði þessi skip skera sig úr þar sem tölu­verður mun­ur er á þeirra afla­marki og næstu skipa. Þetta kem­ur fram í bráðabirgðayf­ir­liti sem birt var á vef Fiski­stofu í gær og er tekið sér­stak­lega fram að enn eru fá­ein skip ófrá­geng­in og get­ur því út­hlut­un til skipa enn breyst lít­il­lega.

Flot­inn skrepp­ur sam­an

Þá vek­ur tölu­verða at­hygli að stærð fiski­skipa­flota Íslend­inga virðist drag­ast veru­lega sam­an. Fengu 413 skip út­hlutað afla­marki en þau voru 540 árið 2019 og hef­ur þeim þannig fækkað um 127 milli ára eða um 23,5%. Þar af fækk­ar króka­afla­marks­bát­um um 24,7% úr 316 í 238 og smá­bát­um með afla­mark um þriðjung úr 67 í 44. Er þetta mesti sam­drátt­ur­inn, en þetta ger­ist á sama tíma og strand­veiðibát­um fjölg­ar. Jafn­framt fækk­ar skip­um með afla­mark um 25 eða því sem nem­ur 21,7%, úr 115 í 90, og tog­ur­um fækk­ar um einn úr 42 í 41.

Alls eru það 326 út­gerðarfyr­ir­tæki sem fá út­hlutað afla­marki en það eru 10 færri en í fyrra. Brim hf. er með stærstu afla­marks­hlut­deild­ina og nem­ur hún 9,55%.

Þá hef­ur 62,41% af afla­mark­inu verið út­hlutað skip­um með heima­höfn á tíu stöðum. Þar af eru þrjár stærstu heima­hafn­irn­ar Reykja­vík með 11,42%, Grinda­vík með 10,49% og Vest­manna­eyj­ar með 10,45% en ít­ar­lega er fjallað um út­hlut­an­ir í upp­hafi fisk­veiðiárs­ins í fylgi­blaði Morg­un­blaðsins, 200 míl­ur, í dag. 

Útgerðirn­ar með mesta afla­markið

1. Brim hf. 9,55%2. Sam­herji Ísland ehf. 6,91%

3. FISK Sea­food ehf. 6,32%

4. Þor­björn hf. 5,57%

5. Vís­ir hf. 4,20%

6. Rammi hf. 4,19%

7. Vinnslu­stöðin hf. 4,18%

8. Skinn­ey-Þinga­nes hf. 4,14%

9. Útgerðarfé­lag Rvk. hf. 3,88%

10. Síld­ar­vinnsl­an hf. 3,42%

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search