Aflahæstu togarnir og trollbátarnir árið 2019


14.01.2020 kl 12:35

Geir Reynisson frá aflafréttum.is hefur verið á fullu að taka saman aflahæstu báta landsins að undanförnu. Margir bíða spenntir eftir þessum listum og hafa gaman að. Hér að neðan má sjá tvo af þessum listum, aflahæstu togararnir og trollbátarnir. Inn á aflafréttum eru svo fleiri lsitar til að skoða.

Inn í þessum lista eru líka togbátarnir sem eru lengri enn 29 metrar, eins og t.d Þórir SF, Brynjólfur VE og Jón á Hofi ÁR og það skal taka fram að inn í þessum tölum er humar og rækjuaflinn með fiski.

Eins og áður segir þá eru Viðey RE og Björg EA báðir skráðir með landaðan afla yfir tíu þúsund tonn árið 2019
en ef við miðum við veiddan afla árið 2019 þá er Björg EA sá eini sem komst yfir tíu þúsund tonnin.

Aflahæstu Togarnir árið 2019

SætiNafnAfliLandanirMeðalafli
30Bjarni Sæmundsson RE 3073.2710.4
29Árni Friðriksson RE 200128.8432.2
28Þórir SF 771496.53345.3
27Jón á Hofi ÁR 421551.73643.1
26Brynjólfur VE 31669.13942.8
25Múlaberg SI 221806.62766.9
24Bergur VE 441993.23164.2
23Skinney SF 202202.44548.9
22Helga María RE 12882.821137.2
21Bylgja VE 752884.14761.3
20Berglín GK 3003561.44284.8
19Engey RE 13592.222163.2
18Sóley Sigurjóns GK 2003795.437102.6
17Þórunn Sveinsdóttir VE 4014354.838114.6
16Hjalteyrin EA 3064475.141109.2
15Ljósafell SU 705219.76679.1
14Stefnir ÍS 285313.36187.1
13Ottó N Þorláksson VE 55881.148122.5
12Sirrý ÍS 366279.97682.6
11Kaldbakur EA 16812.745151.3
10Gullver NS 126879.764107.5
9Páll Pálsson ÍS 1027174.958123.7
8Björgvin EA 3117365.265113.3
7Málmey SK 17852.241191.5
6Breki VE 618726.270124.6
5Björgúlfur EA 3128876.555161.3
4Akurey AK 108935.756159.6
3Drangey SK 29196.548191.5
2Viðey RE 509992.656178.4
1Björg EA 710038.168147.6

Að sögn Geirs var nokkuð snúið að gera listann. Mjög margir togbátar voru seldir og skiptu um nafn og flestir fór annað en þeir voru upprunalega. Einn stóð þó eftir, Vestmanney VE gamla sem í dag heitir Smáey VE.
En þar sem þessi listi miðast við nöfn bátanna en ekki bátanna sjálfa þá lítur þetta aðeins öðruvísi út. Ef við horfum á bátanna, Þá var báturinn 2444,  Vestmannaey VE sem seinna varð Smáey VE með 5867 tonn í 87 róðrum.  Bátur 2740,  Vörður EA sem síðar varð Sigurborg SH var með 3307 tonn samtals. Bátur 2744 sem fyrst var Bergey VE og seinna Runólfur SH var samtals með 5732 tonn. Bátur 2749 sem var fyrst Áskell EA og seinna Farsæll SH var samtals með 3079 tonn.

Aflahæstu trollbátarnir árið 2019

SætiNafnAfliLandanirMeðalafli
23Vörður ÞH 44 nýi13.3113.3
22Sigurður Ólafsson SF 44414.63511.8
21Farsæll SH 30 nýi664.81160.4
20Sigurborg SH 12665.31255.4
19Frár VE 78694.21449.5
18Runólfur SH 135761.21263.4
17Vestmannaey VE 54 Nýja761.51358.6
16Pálína Ágústsdóttir EA 85906.23426.6
15Vestri BA 63984.33131.7
14Fróði II ÁR 381554.64832.3
13Helgi SH 1351884.44047.1
12Farsæll SH 30 gamli2057.64446.7
11Smáey VE 4442186.53464.3
10Áskell EA 7492362.54157.6
9Sigurborg SH 1122374.34059.3
8Vörður EA 7482642.44262.9
7Þinganes ÁR 252694.110525.6
6Hringur SH 1533341.84968.2
5Vestmannaey VE 444 gamla3680.25369.4
4Dala-Rafn VE 5083859.55274.2
3Drangavík VE 803924.19242.6
2Bergey VE 5444913.86674.5
1Steinunn SF 105318.88364.1

Forsíðumynd: Hlynur Ágústsson/ Þórunn Sveinnsdóttir VE

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search