Aflahæsta skipið á makrílvertíð þessa árs er Huginn VE-55

05.08.2020

Aflahæsta skipið á makrílvertíð þessa árs er Huginn VE-55, sem hefur komið með 4.383 tonn að landi, eða tæplega 10 prósent af öllu lönduðu magni á þessu ári. Venus NS-150 fylgir þar í kjölfarið með 3.725 tonn, Víkingur AK-100 hefur landað 3.412 tonnum og Börkur NK-122 hefur sótt 3.347 tonn af makríl.

Ríflega 45 þúsund tonnum af makríl hafði verið landað á mánudag, samkvæmt gögnum frá Fiskistofu. Um er að ræða sambærilegt magn og á sama tíma í fyrra. Breytingin er hins vegar sú að margir hófu veiðar tveimur til þremur vikum fyrr í ár.

Leyfilegt magn sem veiða má í ár er 166 þúsund tonn. Þar af er aflamark yfirstandandi fiskveiðiárs 138 þúsund tonn, en afgangurinn óveiddur kvóti frá síðasta ári og aukaaflaheimildir, sem sjávarútvegsráðuneytið úthlutaði til smærri skipa og báta.

Frétt er frá fréttablaðinu – lesa má alla fréttina hér.

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is