Þriðjudagur 5. desember 2023

Afhenti gjöf til minningar um látinn sjómann

18.11.2020

Þriðja september síðastliðin fór fram aðalfundur Björgunarfélags Vestmannaeyja.

Í fundarlok kvaddi Magnús Kristinsson framkvæmdarstjóri Bergs-Hugins Ehf sér hljóðs.

Magnús rifjaði upp atburð sem átti sér stað fyrir 35 árum síðan. Hann sagðist hafa verið vakinn með símhringingu um miðja nótt.  Í símanum var maður úr leitarstjórn Björgunarfélgs Vestmannaeyja og sagði Magnúsi frá því að verið væri að leita að skipverja af Bergey VE. Lægi grunur á að eitthvað alvarlegt hefði komið fyrir hásetan og jafnvel að hann hefði fallið i sjóinn.  Erindið við Magnús var einnig að falast eftir línum og léttu tógi sem notast skyldi við leitina. Magnús brást að sjálfsögðu við erindinu og er liðið var fram á dag slæddu björgunarmenn lík þessa unga sjómanns úr sjónum skammt frá legustað togarans.

Sagði Magnús frá því að á hverju ári sem liðið hefur frá þessum hörmulega atburði hafi skotið upp í huga hans þessi nótt sem hann vaknaði við hringinguna, nótt sem var öllum að sjálfsögðu erfið ekki sýst ættingjum hins unga sjómanns.  Magnús sagði að útgerðin Bergur-Huginn, hann sjálfur og fjölskylda hans vildu minnast þessa unga sjómanns sem hét Finnur Kristján Halldórsson og var aðeins 23 ára að aldri þegar hann lést.

Afhenti Magnús síðan Aróri Arnórssyni formanni Björgunarfélags Vestmannaeyja ávísum uppá eina milljón króna sem gjöf til minningar um hin látna sjómann og þakkaði Björgunarfélaginu framlag þess bæði á þessari eftirminnilegu nótt og framleg þess til björgunar- og öryggismála í Vestmannaeyjum.

Arnór þakkaði gjöfina fyrir hönd félagsins og gat þess um leið að þessi höfðlinglega gjöf væri langt því frá hin eina sem frá Magnúsi og hans útgerð og fjölskyldu hefði borist félaginu því í fjölda ára hefði Björgunarfélag Vestmannaeyja notið velvildar þessa félags með margvíslegum stuðningi.  Starf björgunarmannsins er sjálfboðaliðastarf og allmikill tími þess starfs færi í alsskonar fjáraflanir til þess að halda starfinu gangandi enda fjárferkt í eðli sínu.  Það væri því ómetanlegt að fá stuðning sem þennan og ekki síst vermdi það sálarlíf björgunarmanna að fynna að mönnum þætti til einhvers koma starf meðlima í Björgunarfélagsins.

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is