Miðvikudagur 27. september 2023

Afhending hvatningarverðlauna og undirritun samninga vegna styrkja úr þróunarsjóði í hádeginu í dag – Uppfærð frétt

Hvatningarverðlaun fræðsluráðs voru afhent í dag kl. 12:00 í Einarsstofu. Jafnframt voru samningar vegna styrkja úr þróunarsjóði leik- og grunnskóla undirritaðir.

Markmið með hvatningarverðlaunum er að vekja athygli á því sem vel er gert í fræðslustarfi. Verðlaunin eru hugsuð sem hrós til þeirra sem sýnt hafa framúrskarandi vinnu og er einnig staðfesting á því að viðkomandi er fyrirmynd á því sviði sem viðurkenningin nær til. Alls bárust níu tilnefningar til Hvatningarverðlauna fræðsluráðs. Fræðsluráð fór yfir þær tilnefningar og valdi þrjú verkefni sem hljóta verðlaunin í ár.

Verkefnin sem hljóta verðlaun í ár eru:

Harry Potter þemaverkefni 4. bekkjar:
Snjólaug Árnadóttir, Unnur Líf Ingadóttir, Anna Lilja Sigurðardóttir hafa unnið mikið og metnaðarfullt þemaverkefni fyrir bekkina sína. Verkefnið teygði anga sína í aðra árganga í GRV og einnig út fyrir skólann. Mikil ánægja var með verkefnið hjá nemendum og foreldrum.

Út fyrir bókina:
Snjólaug Árnadóttir og Unnur Líf Ingadóttir hafa lagt mikla vinnu í að gera námið áhugavert án bókar. Markvisst er unnið af því að gera kennsluna skemmtilega og lifandi m.a. með námsefni sem tengist áhugasviði barna, gegnum leiki og spil. Jafnframt halda þær út facebook hóp þar sem þær deila verkefnum. Verkefnið hefur hlotið mikla athygli innan og utan skólans.

Tölvuinnleiðing GRV:
Guðbjörg Guðmannsdóttir hefur verið í forsvari fyrir innleiðingu og bættum tæknimálum í GRV. Forritun á öllum stigum í náminu, örnámskeið fyrir kennara og starfsfólk. Án efna hefur þessi innleiðing og vinna nýst skólanum vel í fjarkennslu síðustu misseri.

Við þetta tækifæri voru undirritaðir samningar við þá aðila sem hljóta styrk úr Þróunarsjóði leik- og grunnskóla. Skrifaði Elís Jónsson, formaður fræðsluráðs, undir fyrir hönd Vestmannaeyjabæjar og fræðslufulltrúi afhenti styrkþegum blóm. Er þetta í fyrsta skipti sem veittir verða styrkir úr nýstofnuðum Þróunarsjóði leik- og grunnskóla. Samningarnir innihalda, m.a. upplýsingar um viðkomandi verkefni, markmið, áætlun, dagsetningar um upphaf og áætluð lok. Einnig er í samningi tilgreind sú styrkhæð sem verkefninu hefur verið úthlutað og hvenær styrkurinn er greiddur. 2/3 styrks greiðast við upphaf verkefnis og 1/3 við skil á lokaskýrslu.

Markmiðið með sjóðinum er að stuðla að þróunar- og nýsköpunarstarfi. Umsóknir bárust fyrir sex verkefni og hljóta þau öll styrk og er heildarupphæð sem veitt verður úr sjóðnum árið 2020 kr. 3.325.000 sem skiptist þannig:

Herdís Rós Njálsdóttir, sérkennari við GRV og Svanhvít Friðþjófsdóttir, deildarstjóri miðstigs við GRV, hljóta styrk að upphæð kr. 400.000 fyrir verkefnið Handbók og hugmyndir að markvissri kennslu lesskilnings.

Thelma Ósk Sigurjónsdóttir, leikskólakennari, hlýtur styrk í samvinnu við Sóla að upphæð kr. 625.000 fyrir verkefnið Útikennsla.

Marta Jónsdóttir, leikskólakennari, hlýtur styrk í samvinnu við Sóla að upphæð kr. 400.000 fyrir verkefnið Tónlistarkennsla og jógaiðkun.

Snjólaug Elín Árnadóttir og Unnur Líf Ingadóttir Imsland, grunnskólakennarar við GRV, hljóta styrk að upphæð kr. 1.000.000 fyrir verkefnið Út fyrir bókina.

Marta Sigurjónsdóttir, sérkennari við GRV, hlýtur styrk að upphæð kr. 300.000 fyrir verkefnið Barnaorðabók, íslensk-pólsk/pólsk-íslensk.

Sverrir Marinó Jónsson, grunnskólakennari við GRV, hlýtur styrk að upphæð kr. 600.000 fyrir verkefnið 360°Vestmannaeyjar.

Vestmannaeyjabær óskar verðlauna- og styrkhöfum innilega til hamingju og þakkar þeim þeirra framlag til fræðslumála.

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is