17.03.2020
Tekin hefur verið ákvörðun um að loka afgreiðsluhúsum Herjólfs, segir í tilkynningu frá Herjólfi ohf. En um er að ræða varúðarrástafanir vegna COVID-19.
Hægt er að ná sambandi við starfsfólk símleiðis í gegnum síma 481-2800, í tölvupósti á netfangið herjolfur@herjolfur.is eða á messenger á facebook. Hægt er að bóka miða á Herjolfur.is og í síma 481-2800 og fá brottfaraspjöldin send í tölvupósti.