Fimmtudagur 21. september 2023

Af hverju bannar Fiskistofa löndun á Írlandi?

10.03.2020

Fiskistofa tilkynnti á síðu sinni í morgun efitrfarandi:

Meginregla við fiskveiðar er sú að afla skal landað og hann veginn í íslenskri höfn. Heimilt er þó með leyfi Fiskistofu að landa afla í höfnum erlendis sé tryggt að eftirlit með vigtun aflans sé fullnægjandi að mati Fiskistofu.

Að gefnu tilefni vill Fiskistofa taka fram að ekki er sjálfgefið að Fiskistofa meti það svo að eftirlit með vigtun afla sé tryggt á hverjum stað frá ári til árs. Þess vegna er mikilvægt að fiskiskip sem hafa hug á að landa erlendis kanni fyrirfram hvort Fiskistofa telji eftirlit með vigtun fullnægjandi og geti veitt leyfi fyrir löndun í viðkomandi landi.

Evrópusambandið birti á heimasíðu sinni í lok júlí í fyrra fréttatilkynningu þar sem fram kemur að framkvæmdarstjórn ESB hafi greint alvarlega veikleika við vigtun á uppsjávarfiski á Írlandi. Í kjölfar þess og þar til að úrbætur hafa náð fram að ganga mun Fiskistofa ekki veita löndunarleyfi á Írlandi, nema að sérstakt eftirlit sé viðhaft með löndun.

Fljótlega eftir þessa tilkynningu kom Sjómannasamband Íslands með þessa tillögu:

Væri nú ekki ráð fyrir Fiskistofu að senda eftirlitsmann til Írlands til að kynna sér vigtun uppsjávarafla og hvaða aðferð Írarnir nota.

Ætli það sé einhver önnur aðferð en þær fjórar sem notaðar eru hér á landi? Væri ekki til fyrirmyndar að skoða málið sjálfur heldur en að taka við skipunum frá ESB?
Laun sjómanna og tekjur útgerðar fara eftir því hvað fæst fyrir aflann. Á Írlandi fást 37 krónur fyrir kg. af kolmunna en 25 til 27 kr. á Íslandi þrátt fyrir helmingi lengri siglingu til Íslands.

Tígull hefur sent fyrirspurn á Fiskistofu um þessa hluti ásamt nokkrum öðrum atriðum sem við bíðum eftir svari með og munum birta hér um leið og svör koma í hús.

Tígull heyrði í Guðmundi Huginn Guðmundssyni skipstjóra Huginn VE 55 sem er staddur núna á Írlandi en þeir lönduðu þar í gær, þeim var tilkynnt í gær að þetta yrði síðasta löndun þeirra þar, sem yrði leyfð og í kjölfarið kom yfirlýsing Fiskistofu inn á vef þeirra.

Huginnsmenn bíða nú af sér vont veður en áætlað er að leggja af stað í kvöld aftur á miðin.

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is