Miðvikudagur 6. desember 2023

Ævintýri í Taílandi – Anný og Sævar

Þann 24.nóvember síðastliðinn hófu þau Sævar Hallgrímsson og Anný Aðalsteinsdóttir ásamt börnum sínum þremur Söru Björt, Eyþóri Loga og Baltasar Brimar ævintýraferð til Taílands. Planið er að vera í 4 vikur eða til 25.desember og eins og Anný segir „þau rétt nái mögulega í hangikjöts bita annan í jólum“

Anný og Sævar fórum tvö til Taílands í janúar síðastliðinn, þá í tvær vikur og ferðuðumst aðeins um eyjuna Koh Lanta. Við lofum Anný að taka við orðinu:

„Við kynntumst meðal annars tælensku hjónum þegar við dvöldum í nokkra daga hér á Koh Lanta, en þau voru bæði að vinna á veitingastað hér niðri við ströndina. Við spjölluðum helling saman og þau buðu okkur í heimsókn í kjölfarið. Þar sem við ræddum mikið um lífið og tilveruna, og þar á meðal þeirra drauma um framtíðina. Síðan þá höfum við verið í sambandi við þau, og velta aðeins fyrir okkur þeirri hugmynd sem kom upp í síðustu heimsókn. Að byggja með þeim lítið kaffi/veitingahús með nudd aðstöðu, en Noh hefur meðal annars starfað sem nuddari.

Þetta er eitthvað sem þeim hefur aðeins látið sig dreyma um en ekki haft nokkur tök á að framkvæma. Hér snýst líf þeirra um að vinna sex daga vikunnar frá morgni til kvölds, og ekkert stendur eftir í lok mánaðarins fyrir 6 manna fjölskylduna.

Eftir sumartörnina hjá okkur á Pizza 67 í Vestmannaeyjum ákváðum við í haust að fara aftur til Taílands, þá í mánuð og með þremur yngri krökkunum okkar þeim Söru Björt, Eyþóri Loga og Baltasar Brimar.

Við fórum út 24.nóvember og fljúgum aftur heim 25.desember. (Rétt náum mögulega einhverju hangikjöti á annan í jólum ) Dauðþreytt eftir stanslausa vinnu og framkvæmdir síðasta árið var aðal markmið okkar að fá smá hvíld í þessari paradís hér og njóta með börnunum okkar. Þetta átti að vera bakpokaferðalag þar sem hvert okkar fékk aðeins að taka með sér þann bakpoka sem þau gátu borið, enda þarf maður ekki annað en mjög léttan fatnað hér. Fyrstu dagana vorum við búin að plana þar sem við hoppuðum á milli staða og eyja í bátum og ferjum, en ætluðum svo bara að sjá hvert hugurinn leiddi okkur frekar þegar hingað væri komið.

Í dag eru rúmar tvær vikur búnar af fjórum í Taílandi og við erum rúmlega hálfnuð með dvölina, en það sem af er desember erum við sem sé búin að dvelja á einni uppáhaldseyjunni okkar Koh Lanta. Og milli þess sem við leikum okkur á ströndinni og ferðumst á vespum um eyjuna (thai style) þá erum við í byggingarvinnu við að reisa kaffi/veitingahús hérna úti í sveit í Taílandi. Tveggja hæða með massage parlor ( nudd aðstöðu ) á efri hæðinni. Þetta er spennandi viðskiptasævintýri á framandi slóðum. Og hér er sko margt skrítið og framandi fyrir okkur sem höfum einmitt staðið í byggingaframkvæmdum heima á Íslandi. Engin meiriháttar tól og tæki, engir steypubílar sem koma með steypuna og verktakinn smíðar sjálfur hamarinn sinn. Hæðarmálið tekið á gamla mátann, með slöngu og vatni. Exi notað til flestra verka. Eins orginal og við þekkjum það allavega. Þetta er mikill skóli. Á meðan höfum við kynnst vel þessari yndislegu fjölskyldu (og ömmum og öfum, frændum og frænkum), fengið að kynnast raunverulegu lífinu hér og hvernig fólk býr.

Hérna eru myndir frá ferðalaginu og byggingarvinnunni.

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is