Miðvikudagur 27. september 2023

Ætlar að helga sig starfinu !

Helgi Sigurðsson (45 ára ) skrifaði undir 3 ára samning við ÍBV í dag og mun taka við sem aðalþjálfari liðsins, en hann tekur við boltanum af Ian Jeffs sem stökk inn í eftir að Portúgalinn Pedro Hipólito sem var rekinn á miðju tímabili. Ian Jeffs verður aðstoðarþjálfari með Helga.

Helgi byrjaði að þjálfa sem aðstoðarþjálfari hjá uppeldisfélagi sínu Víkingi en Helgi hefur undanfarin þrjú ár verið þjálfari Fylkis. Hann kom liðinu upp úr Inkasso á sínu fyrsta ári en liðið hafnaði í 8. sæti í Pepsi Max deildinni í sumar. Stjórn Fylkis ákvað í lok nýliðins tímabil að skipta um þjálfara.

Helgi mun vera með annan fótinn á eyjunni fyrir áramótinn en svo flytja alfarið til eyja í janúar með Maríu konu sinni og þremur börnum. Að sjálfsögðu tökum við þeim fagnandi.

Tígull óskar þeim ( Helga og Maríu ) innilega til hamingju með nýja spennandi verkefnið þeirra. Því jú við vitum öll að á bakvið góðan þjálfara er betra að hafa góðan maka.

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is