Árið 2014 gaf Hljómsveitin Afrek frá Vestmannaeyjum út lagið Æskuslóð sem var goslokalag Vestmannaeyja það árið.
Í dag eru 50 ár liðin síðan eldgos hófst í Heimaey þegar jörðin rifnaði og þusundir lögðu á flótta.
Höfundar Æskuslóð vilja minnast þessa atburðar með því að endurútgefa lagið með myndefni sem tekið var á 8 og 16 mm filmur af eldgosinu árið 1973 í bland við nýleg drónaskot.
Æskuslóð er fyrst nú aðgengilegt á Spotify. https://open.spotify.
Lag & texti með gripum : https://www.guitarparty.com/
Flytjandi : Hljómsveitin Afrek
Höfundur lags : Helgi R Tórzhamar og Gísli Stefánsson
Höfundur texta : Inga R. Guðgeirsdóttir og Sævar Helgi Geirsson
Kvikmyndir frá Vestmannaeyjagosinu 1973: Sigurður K. Árnason og Peter Everts
Drónataka: HRTorz
Hér má sjá Texta lagsins
Drunur, eldar, svartur þungi
Yfir þig gengu eyjan mín
Nóttin svört og mikill drungi
Lagðist yfir börnin þín
Í flýti um borð í báta gengum
Með trega sigldum heiman frá
Vissum ei hvort snúið aftur fengjum
að búa fagri eyju á.
Hér vil ég eiga heima
hér er mín æskuslóð
hér vil ég vaka og dreyma
til þín ég syng minn óð
Því hér á ég heima
Hér er mín æskuslóð
Til þín ég yrki þennan óð
Þú barðist uns sigur hafðir
um höfin sigla stolt þín fley
Þú kallaðir til okkar og sagðir
“ Komið aftur á Heimaey “
Hér vil ég eiga heima…
Við hlýddum því, hugur sem hjörtu
ætíð í blindni treystum á þig
Hér er vissa um framtíðina björtu
Heimaey mun ætíð elska mig
Hér vil ég eiga heima… x2