Þessi fallega mynd er sennilega lognið á undan storminum. Jói Myndó á þessa mynd.
Búist er við stormi á föstudaginn, 20 – 25 m/s, hvassast undir Eyjafjöllum og með ströndinni. Búast má við mjög snörpum vindhviðum við fjöll, staðbundið yfir 35 m/s, einkum undir Eyjafjöllum.

Varasamt getur verið að vera á ferðinni, sérstaklega fyrir ökutæki sem taka á sig mikinn vind, þar sem hálka getur verið á vegum. Fólk er hvatt til að sýna aðgát og ganga frá lausum munum til að forðast tjón. Greint er frá þessu á Veðurstofu Íslands, vedur.is
Einngi er búist við að ölduhæð við Landeyjahöfn fari vaxandi á föstudaginn og samkvæmt ölduspánni á að vera yfir 3 metra ölduhæð við Landeyjahöfn fram á miðvikudag í næstu viku.
Herjólfur III í áætlun fram yfir helgi
Í tilkynningu frá Herjólfi ohf. segir að ljóst sé að vinna við hleðsluturnana muni standa lengur yfir en stóð til, því mun Herjólfur III sigla a.m.k út helgina. Þeir farþegar sem áttu bókað gistipláss í Herjólfi IV, hafa verið færðir í gistipláss í Herjólfi III.
Þið munið öll eftir apakéttirnir ykkar.. ekki láta þetta koma fyrir aftur ! Inn með allt sumardót.
