Aðventusíld ÍBV er eitthvað sem enginn ætti að láta framhjá sér fara!
Boðið verður upp á ýmsar gerðir af síldarsalötum en salatgerðamaður kvöldsins verður, rétt eins og síðast, Daníel Geir Moritz.
Hvaða salat verður vinsælast í ár?
Einnig verður boðið upp á hina sígildu frá Ísfélaginu.
Kvöldið fer fram á Háaloftinu (Höllinni) og er ráðgert að búa til fleiri en eitt sóttvarnarhólf ef þarf.
Verð aðeins 3.900 kr. og fylgir drykkur með.
Seldur verður jólabjór, Malt og Appelsín, Kristall og aldrei að vita nema kaffi með rjóma, púðursykri, súkkulaðispæni og smá slettu af dálitlu verði einnig í boði.
Gerum okkur glatt kvöld á aðventunni. Áfram ÍBV, alltaf, alls staðar!