Miðvikudagur 29. nóvember 2023

Áður óbirtar myndir frá eldgosinu á Heimaey sýndar á Stöð 2 í kvöld

09.03.2020

Sextán mínútna löng kvikmynd ásamt fjölda ljósmynda, sem Ingvar Friðleifsson jarðfræðingur tók á fyrstu dögum eldgossins á Heimaey árið 1973, verða sýndar í fyrsta sinn opinberlega í þættinum Um land allt á Stöð 2 kl. 19.10 í kvöld. Jafnframt verður rætt við hóp Vestmannaeyinga sem flúðu eldgosið en settust að í Grindavík.

Ingvar var 26 ára gamall í doktorsnámi við Oxford-háskóla þegar eldgosið hófst þann 23. janúar 1973. Rektor jarðvísindadeildar bauð Ingvari þá að fara til Íslands og Vestmannaeyja á kostnað skólans gegn því að hann flytti síðan fyrirlestur um gosið. Tveimur dögum síðar var Ingvar kominn til Eyja með kvikmyndatökuvél og ljósmyndavél.

Hann dvaldi á eynni í tvo sólarhringa, á þriðja og fjórða degi gossins. Hann myndaði meðal annars fyrstu húsin fara undir hraun sem voru Kirkjubæirnir austast á eynni. 

Eyjamennirnir í Grindavík rifja í þættinum upp gosnóttina og flóttann frá Heimaey og hvernig líf þeirra umturnaðist. Þeir ræða einnig um þá óvissu sem þeir hafa búið við undanfarnar vikur vegna hugsanlegrar kvikusöfnunar við fjallið Þorbjörn.

Greint er frá þessu inn á visir.is

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is