Adrien Bouquet er gestakokkur á Næs á Sjávarréttahátíðinni MATEY, 21.-23.september 2023.
Adrien Bouquet er franskur kokkur með mikla reynslu af mörgum af skemmtilegustu stöðum Parísarborgar meðal annars Clownbar & Cheval d’or.
Hans ástríða liggur í japanskri matargerð sem hann lærði bæði í París og í Japan og notkun á frábæru fiskmeti. Mikill undirbúningur hefur verið í matseðlavinnu á milli næs og Adrians þar sem má vænta bæði japanskra og franska strauma með hráefninu okkar úr Vestmannaeyjum.
Panta borð á Næs