Mánudagur 25. september 2023

Aðgerðum verður aflétt hægt í skref­um og hvert skref mun taka þrjár til fjór­ar vik­ur þannig að aflétt­ing mun lík­lega ná yfir sum­ar­tím­ann

11.04.2020 kl 14:50

Tak­mark­an­ir lík­lega í gildi yfir sum­ar­tím­ann

Næstu skref eru að fylgj­ast mjög náið með framþróun far­ald­urs­ins og við þurf­um að bregðast mjög hart við staðbundn­um sýk­ing­um eins og gert hef­ur verið fram að þessu. Varðandi hvað tek­ur við eft­ir 4. maí þá seg­ir Þórólf­ur það ljóst að þá munu hefjast aðgerðir til að létta á þeim tak­mörk­un­um sem gripið hef­ur verið til þessa.

Hann tók þó fram að það væri ekki til nein rétt aðferð til að aflétta tak­mörk­un­um og að þjóðir heims­ins myndu gera það með mis­mun­andi hætti eft­ir því sem yf­ir­völd í hverju landi telji að henti þeim best. 

Lands­menn verði und­ir­bún­ir und­ir tak­mark­an­ir á stór­ar sam­kom­ur í sum­ar

Þetta verður hins veg­ar að gera á til­tölu­lega löng­um tíma þannig að við séum nokk­urn veg­inn viss um að far­ald­ur­inn blossi ekki upp að nýju. Þórólf­ur mun á næstu dög­um senda til­lög­ur um hvernig best sé að aflétta tak­mörk­un­um sem eru í gildi núna. Það verður þó lík­lega ekki fyrr en eft­ir páska. Eng­um af nú­ver­andi aðgerðum verður aflétt fyrr en eft­ir 4. maí.

Það verður að aflétta aðgerðum hægt í skref­um og hvert skref mun taka þrjár til fjór­ar vik­ur þannig að aflétt­ing mun lík­lega ná yfir sum­ar­tím­ann. Ef það kem­ur hins veg­ar í ljós að aflétt­ing aðgerða mun hafa í för með sér aukn­ingu á sjúk­dómn­um þá kem­ur vel til greina að herða á aðgerðum aft­ur þannig að það borg­ar sig að fara frek­ar hægt. Þórólf­ur biður lands­menn að vera und­ir það búna að tak­mark­an­ir verði sett­ar á stór­ar sam­kom­ur í sum­ar.

Aðgerðir eins og handþvott­ur, spritta hend­ur, virða tveggja metra reglu og fleira verður lík­lega áfram í gildi út þetta ár. Þá mun þurfa að setja tak­mark­an­ir á komu ferðamanna til lands­ins og verið er að hugsa hvernig best sé að út­færa það. Þórólf­ur bind­ur ekki von­ir við að bólu­efni muni leysa stóru vanda­mál­in varðandi kór­ónu­veiruna og við verðum að reiða okk­ur áfram á þær aðgerðir sem við höf­um verið að nota und­an­farið.

Lesa má alla fréttina inn á mbl.is – forsíðumynd / Lögreglan

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is