Laugardagur 30. september 2023
Bjarni

Aðgerðir Vestmannaeyjabæjar til handa fyrirtækjum og heimilum vegna Covid-19

22.04.2020

Á fundi bæjarráðs í gær var farið yfir meðal annars aðgerðarpakka bæjarstjórnar.

Í aðgerðapakka bæjarstjórnar um viðspyrnu í Vestmannaeyjum sem bæjarstjóri kynnti á bæjarstjórnarfundi þann 16. apríl sl., lýsti bæjarstjórn sig reiðubúna til að ráðast í aðgerðir fyrir 714 m.kr. umfram fjáhagsáætlun 2020 í tengslum við umræddar aðgerðir. Þar af er 400 m.kr. áætlaðar til ýmissa stærri framkvæmda, m.a. til auka framkvæmdahraða slökkvistöðvar, skipalyftukannts og bæjarskrifstofa. Jafnframt hefur ýmsum minni framkvæmdum og viðhaldsverkefnum verið bætt við að fjárhæð 314 m.kr. Þeim verkefnum verður forgagnsraðað til að mæta aukinni þörf og verkefnastöðu fyrirtækja í Vestmannaeyjum vegna veirunnar.

Staða atvinnumála í Vestmannaeyjum eru meðal verkefna sem viðbragðsstjórn bæjarins hefur einbeitt sér að undanfarna daga og vikur. Mikilvægt er að Vestmannaeyjabær hafi góða yfirsýn yfir stöðu atvinnumála í Vestmannaeyjum og fylgist með þróuninni.
Fljótlega eftir að veirunnar varð vart í Vestmannaeyjum var leitað til Vinnumálastofnunar um tölfræðilegar upplýsingar um stöðu atvinnuleysis og hlutabótaúrræða vegna skerts starfshlutfalls hjá fyrirtækjum og einstaklingum. Vinnumálastofnun hefur reglulega látið Vestmannaeyjabæ í té upplýsingar um stöðu mála. Ljóst er á þeim upplýsingum að fjölgun hefur orðið á atvinnuleysi og hlutabótaúrræðunum í mars og það sem af er apríl.
Í Vestmannaeyjum eru um 250 manns að nýta úrræði um hlutabætur vegna skerts atvinnuleysis og 100 einstaklingar eru skráðir atvinnulausir samanborið við 50-60 manns í venjulegu árferði. Tölur Vinnumálastofnunar um hlutfall atvinnuleysis í Vestmannaeyjum í mars var 6,4% og spár stofnunarinnar gerir ráð fyrir 12% atvinnuleysi í apríl og 10% í maí.

Í aðgerðapakkanum er einnig að finna aðgerð sem miðar að því að auka sveigjanleika í innheimtu gjalda og gjaldfrestum hjá Vestmannaeyjabæ. Leita þarf ráðlegginga og leiðbeininga um reglur fyrir slíkum tilslökunum og gert er ráð fyrir að starfsfólk stjórnsýslu- og fjármálasviðs móti slíkar reglur í samráði við Samband íslenskra sveitarfélga og kynni bæjarráði.

Bæjarstjóri kynnti minnisblað Samtaka Sunnlenskra sveitarfélaga sem tekið var saman um fund samtakanna með þingmönnum Suðurkjördæmis, stjórn SASS og bæjar- og sveitarstjórum á Suðurlandi. Á fundinum var upplýst um aðgerðir SASS og sveitarfélaganna á Suðurlandi í tengslum við COVID-19 og hugmyndir um leiðir til viðspyrnu og sóknarfæri ræddar sem og aðkomu ríkisins.

Niðurstaða Bæjarráðs:
Bæjarráð mun ákveða viðbætur vegna framkvæmda við fjárhagsáætlun 2020 með viðauka við fjárhagsáætlun þegar ráðist verður í framkvæmdirnar.

Bæjarráð þakkar upplýsingarnar og fer þess á leit við bæjarstjóra að bæjarráð sé upplýst með reglulegum hætti um atvinnuleysi og hlutabótaúrræða vegna skerts starfshlutfalls.

Framkvæmdastjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs var falið að kanna hvort verið sé að móta, eða til séu, reglur um sveigjanleika innheimtu og gjaldheimtu sveitarfélaga og leggja grunn að slíkum reglum fyrir Vestmannaeyjabæ og leggja fyrir bæjarráð.

Forsíðumynd – Bjarni Sigurðsson / Basi Ljósmyndir

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is