07.08.2020 kl 10:34
Tilkynning frá aðgerðastjórn Vestmannaeyja:
Aðgerðastjórn í Vestmannaeyjum hefur verið virkjuð.
Einstaklingar sem voru gestkomandi í Vestmannaeyjum sl. helgi hafa greinst með staðfest smit af COVID-19. Smitrakningarteymi almannavarna rekur nú ferðir þeirra.
48 einstaklingar sem eru búsettir í Vestmannaeyjum eru þegar komnir í sóttkví og er von á að þeim fjölgi þegar líða tekur á daginn. Enginn er í einangrun í Vestmannaeyjum.
Aðgerðastjórn ítrekar mikilvægi þess að bæjarbúar gæti að eigin smitvörnum og fari að fyrirmælum stjórnvalda til hefta útbreiðslu veirunnar í samfélaginu.
Við erum öll almannavarnir.
Aðgerðastjórn Vestmannaeyja.
