Aðgerðastjórn beinir þeim tilmælum til bæjarbúa að nota andlitsgrímur í verslunum

21.10.2020

Tilkynning frá aðgerðastjórn:
Eins og staðan er í dag er enginn í einangrun eða sóttkví í Vestmannaeyjum.
Okkur hefur gengið vel í þriðju bylgju faraldursins hér í Vestmannaeyjum en það er ekki sjálfgefið.
Velgengni okkar er fyrst og fremst ykkur bæjarbúum að þakka. Þið hafið svo sannarlega sýnt þá þrautseigju og samstöðu sem einkennir okkar samfélag og auðvitað ávallt gætt vel að smitvörnum. Þannig hefur okkur tekist að halda faraldrinum niðri.
Í gær tóku í gildi hertar aðgerðir á landsvísu þar sem m.a. tveggja metra reglan var tekin upp aftur og þar sem ekki er hægt að tryggja tveggja metra nálægðartakmörk skal nota andlitsgrímu, s.s. í verslunum.
Eins og segir hefur okkur gengið vel hingað til en það þýðir ekki að við getum túlkað þær reglur sem gilda á landsvísu þannig að okkur beri ekki að fara eftir þeim við ákveðnar aðstæður.
Þvert á móti verðum við að túlka reglurnar á þann veg að almannahagsmunir gangi framar okkar eigin og fylgja settum reglum um smitvarnir í hvívetna.
Matskennda reglu um grímunotkun verðum við að túlka með hliðsjón af almannahagsmunum og beinir aðgerðastjórn því þeim tilmælum til bæjarbúa að nota andlitsgrímur í verslunum.
Allur er varinn góður.
Gangi ykkur vel.
F.h. aðgerðastjórnar,
Arndís Bára Ingimarsdóttir, aðgerðastjóri.
Forsíðumynd. Halldór B. Halldórsson

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is