Aðgát skal höfð í nærveru sálar

Í dag er mikil umræða um þá sem eiga við vímuefnavanda að stríða  en það gleymist oftar en ekki að á bak við hvern einstakling eru aðstandendur  sem ekki síður glíma við vanda tengdan því að elska einstakling sem á við fíknivanda.

Það eru því miður ekki mörg úrræði í boði fyrir hinn sjúka og  hvert eiga

aðstandendur að leita? 

Þarna koma Al-anon samtökin  sterk inn. Al-anon eru samtök fyrir þá sem glíma við afleiðingar af vímu ástvinar eða  hvern þann sem truflar líf annara manneskju með neyslu sinni. Í Al-anon er fólk sem með umhyggju og kærleika tekur á móti aðstandendum alkóhólista og vímuefnaneytenda. Að leita sér hjálpar er stórt skref  að stíga og ekki auðvelt því   oftar en ekki er aðstandandinn illa farin af því einu að eiga ástvin sem notar vímuefni.  Þegar  komið er inn í samtök eins og Al-anon fær aðstandandinn fræðslu, svo er gott að geta komið í hóp þar sem þú getur tjáð þig við einstaklinga sem skilja hvar þú ert staddur.

Mig langar að vekja athygli á þeirri hjálp sem er í nærumhverfi okkar en við höfum  Al-anon deild starfandi hér í Vestmannaeyjum og þekki ég starfsemi hennar af eigin raun. Við eigum líka prestana okkar og eru þeir vel að sér í þessum fræðum. Ef

þú hefur upplifað vímuefnavanda hjá þínum nánustu þá er hjálpin til staðar, þú þarft bara að vilja hana og leita eftir henni. Í Al-anon er nafnleynd og trúnaður. 

Verum ekki hrædd við að leita okkur hjálpar ef við þurfum á henni að halda.

 

Vonin

Það er mikilvægt

að eiga sér von,

eitthvað sem heldur

manni gangandi  og kemur

manni yfir erfiða hjalla

í lífinu. Haltu fast í vonina,

dreymdu drauma og vittu til,

 þeir munu  rætast.

 

Al-anon félagi

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is