07.08.2020 kl 14:42
Þórólfur segir að faraldurinn sem nú er í gangi sé í vexti og við erum að sjá aukningu á tilfellum á víð og dreif.
Að minnsta kosti sex þeirra sem eru á höfuðborgarsvæðinu voru í Vestmannaeyjum um verslunarmannahelgina. Það sér ekki fyrir endann á þessari hópsýkingu sem tengist Vestmannaeyjum. Ekki er ólíklegt að fleiri séu smitaðir.
Það stefnir í að fjöldi fólks þurft að fara í sóttkví hérna í Vestmannaeyjum. Þessir sex einstaklingar tengjast samkvæmt upplýsingum frá Þórólfi, einnig sagði hann að skimun væri að fara af stað í Eyjum vegna þessa einstaklinga, ekki er enn búið að loka listanum á þeim sem þarf að skima en það er talsverður fjöldi að sögn Þórólfs.