Fimmtudagur 29. febrúar 2024
Hraunbúðir

Að gefnu tilefni er rétt að upplýsa bæjarbúa um stöðuna á Hraunbúðum

Frá því HSU tók við rekstri dvalar- og hjúkrunarheimilisins á Hraunbúðum hefur það legið fyrir að HSU hafði ekki áhuga á að nýta eldhúsið og matsalinn.

HSU vildi frekar fara í breytingar innanhúss og breyta núverandi seturými í miðjunni í matsal og mótttökueldhús. Allur matur kemur frá sjúkrahúsinu. Framkvæmdir á þessu eru þegar hafnar.

Þegar niðurstöður lágu fyrir og staðfestar að HSU ætlaði ekki að nýta matsalinn og eldhúsið sá Vestmannaeyjabær möguleika á að nýta rýmið til að bæta og efla aðstöðu dagdvalar. Rétt er að taka fram að dagdvölin er sér þjónustueining og á engan hátt tengd þjónustu dvalar- og hjúkrunarheimilisins þrátt fyrir ákveðin samlegðaráhrif þegar Vestmannaeyjabær rak báðar einingarnar.

Dagdvöl er stuðningsúrræði við þá sem búa í heimahúsum en þurfa að staðaldri erftirlit og umsjá til að geta búið áfram heima. Í dagdvöl er boðið upp á þjálfun, tómstundaiðju og félagslega stuðning. Boðið er upp á akstursþjónustu til og frá heimili fyrir þá sem nýta sér dagdvöl. Hægt er að fá morgunverð, hádegisverð og síðdegisverð gegn gjaldi. Dagdvölina er hægt að nýta alla daga, hluta úr degi eða ákveðna daga í viku. Heimild er fyrir 10 dagdvalarrýmum og um áramótin fékkst loksins eftir margra ára baráttu heimild fyrir 5 viðbótarrýmum fyrir fólk með sértækan vanda.

Til að geta virkjað þessi 5 viðbótarrrými þarf að kröfu ríkisins að bæta aðstöðuna og þjónustuna. Búið er að tryggja þjónustuna m.a. með aðkomu iðjuþjálfa en tafir eru á að hægt sé að fara í nauðsynlegar breytingar á aðstöðunni vegna tafa á breytingum HSU vegna matsalar. Þessar tafir eru mjög slæmar því ekki er hægt að byrja að taka fólk inn í þessi viðbótarpláss. Ef tafirnar verða of miklar er hætta á því að heimlid fyrir þessum plássum falli niður sem er mjög alvarlegt.

Vestmannaeyjabær hefur þrýst á HSU að flýta sínum framkvæmdum en hefur haft skilning á að HSU þarf að nýta matsalinn á meðan. Þrátt fyrir að HSU hafi ekki greitt krónu fyrir húsnæði sveitarfélagsins er ljóst að sveitarfélagið vill ekki að það bitni á heimilismönnum Hraunbúða. Leitað hefur verið leiða til að starfsemi beggja eininga þ.e. Hraunbúða og dagdvalar gangi sem best. Frekari tafir eru þó farnar að halla nokkuð á starfsemi dagdvalar með hættu á áðurnefndum afleiðingum.

Með ákvörðun HSU að færa matsalinn og eldhúsaðstöðu verður ekki þröf á eldhúsinu. Vestmannaeyjabær mun þó halda eftir uppvöskunarrými og bökunaraðstöðunni auk þess sem hægt verður að nýta eldhús ef þörf verður fyrir dagdvölina. Það hefur alltaf legið fyrir gagnvart HSU heimild til að nýta áfram bökunaraðstöðuna þrátt fyrir að öðru hefur verið haldið fram. Þetta hefur verið rætt persónulega við þann sem sinnir bakstrinum sem og á fundum með forsvarsmönnum HSU. Vestmannaeyjabær hefur meira að segja nefnt að sveitarfélagið muni ekki taka neitt fyrir annað en smá bakkelsi fyrir þjónustuþega dagdvalar.

Eftir breytingarnar á matsalnum mun aðstaða dagdvalar stækka til muna og aðstaðan batna. Komið verður upp hvíldarrýmum, böðunaraðstöðu, virkniherbergi, elhúsaðstöðu, seturýmum, aðstöðu fyrir forstöðumann, þvottaaðstöðu o.fl. Góður salur verður áfram fyrir fólk til að sameinast í. Aðskilið verður milli dagdvalar og Hraunbúða með lokaðri hurð. Innangengt verður í dagdvölina vestan megin.

Vona að þessi grein upplýsi fólk um stöðuna á Hraunbúðum og þær breytingar sem sveitarfélagið stefnir að með þjónustu dagdvalar.

Virðingarfyllst
Jón Pétursson framkvæmdastjóri
fjölskyldu- og fræðslusviðs

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search