Er sykur hollur? í lagi? ekki málið? eða bara hreint út sagt hættulegur?
Já ég er alveg á því síðastnefnda og hallast að því að sykur sé ekkert annað en fíkniefni, fíkniefnið sem er hve auðveldast að verða sér út um í heiminum. Ég hef bæði verið sykurfíkill, anti-sykuristi og svo verið svona mitt á milli og fengið mér í hófi (að mér fannst). Svona byrjar pistillinn frá henni Maríu Kristu .
María Krista er snillingur í allskonar flottum uppskriftum og heldur úti frábærri heimasíðu en hún hefur gefið út uppskriftabók og fjöldan allan af uppskriftaspjöldum sem hún selur á vefnum mariakrista.com
Þú gertur gerst áskrifandi af uppskrifum til dæmis er vinaklubbur Kristu ársárskrift 4.990 kr
Hér fyrir neðan er restinn af pistlinum frá Maríu og góð ráð ef þú vilt prufa að taka út sykurinn.
Fyrir þá sem eru viðkvæmir fyrir og gætu mögulega talist matarfíklar eins og ég kunna sér ekki hóf og eiga það til að falla í sykurpyttinn…. og já hann er djúpur… Það er erfitt að komast upp án þess að hafa pínu fyrir því og maður lendir í hálfgerðum vítahring. Sykurinn kallar á kolvetnaríkt brauð, brauðið kallar á djúsý eftirrétt, kaffi, súkkulaði, nammi og og… Morguninn eftir vaknar maður og kroppurinn æpir á rúnstykki, beyglur, skonsur, BRÖNCH!!
Eftir kolvetna blund og sljóleika fram eftir degi, fer nammipúkinn að kalla og svo snakkpúkinn, pastagaurinn og koll af kolli þangað til við líðum út af með Dominos slæsuna í hendinni, tvær síðustu bingókúlurnar rúlla um í tómri skálinni og slefið er út á kinn. Dramatískt ? Kannski, en held að margir kannist við þetta.
Ég líki þessu við að vera hálfgerður fangi í eigin líkama
Það að geta komið sér í það ástand að geta neytt matarins til þess að lifa en ekki lifa til að borða er GEGGJAÐ. Það er svo auðvelt þegar múrinn er klifinn að þið mynduð ekki trúa því. En jú það þarf að komast yfir þessa blessuðu 3-4 daga í detoxi fyrst. Ég er búin að byrja og falla oft oft en núna eru liðnar tæpar 10 vikur frá því að ég ákvað að taka sykurinn út og einnig hvítt brauð,hveiti, glútein og svarta gosdrykki og ég er LAUS. Það þarf ekkert að sigra heiminn á einni nóttu en hægt og bítandi fór ég að snúa mataræðinu yfir í LKL eða lágkolvetna sem ég held að henti minni líkamsgerð vel, hentar eflaust ekki öllum og þeir ættu ekki að reyna að fylgja þessu mataræði bara til að eltast við tískusveiflur. Borða jú hollt og sleppa blessuðum sykrinum, það er alltaf málið að mínu mati, alveg sama hvernig þeirri staðreynd er snúið eða hún rökrædd.
Við systur eigum það til að detta í matarfíknina og ekki hjálpar að við séum matsárar og hálf bilaðar þegar kemur að djúsý mat. Margir hafa fylgst með okkur á snappinu og undrað sig á því að við séum ekki 150 kg hver miðað við allt sem við setjum í okkur. Jú þetta er allskonar djúsý og jummý óhollusta og vissulega hafa skriðið á okkur nokkur auka kg en nú höfum við aðeins snúið við blaðinu og það er töluvert auðveldara að gera þetta saman.
Ég vil þó taka það fram að þrátt fyrir yfirlýsingar systur minnar, þá er ég ekki að pína einn eða neinn í að vera sykurlaus. Fólk gerir það sem það vill og vonandi skilur það þá líka mína hlið þegar ég segji nei takk. Allir glaðir. En með þessu bloggi vildi ég bara gefa ykkur nokkrar uppskriftir og heilræði EF þið eruð að reyna að taka út hvíta stöffið og kannski hjálpar það við að komast yfir múrinn og ítreka EF.
Að losna við sykurþörf 101
Dagur 1
er nokkuð auðveldur. Og ég mæli með því að byrja á föstudegi. Það þrauka nú flestir sykurlausir í einn dag. KOMMON
Dagur 2
Kaffið er eitthvað bragðlaust eftir matinn og hausinn vill helst fá sér eitthvað ponsu sætt… reyndu að standast það, skerðu niður peru, fáðu þér 3-4 bita af brie ost, pecanhnetur og nartaðu. Borðaðu mikið af hollum og góðum mat, steik og jafnvel rjómasósu eða bernaise. Það þarf nú að lifa ekki satt. Laugadagur og kósý. Bara ENGAN sykur.
Dagur 3
Kroppurinn iðar eftir sætindum og hr hausverkur mættur á svæðið. Líkaminn skilur ekkert í þessu, það vantar eitthvað … sljóleiki, flökurleiki jafnvel … Nartaðu í eldstafi ( pepperoni stangir) þeir eru góðir á bragðið, feitir og mettandi. Nokkrar möndlur, gult epli og smá hnetusmjör.
Farðu snemma að sofa, farðu í labbitúr, sund og heitan pott, gufu jafnvel og snemma í bólið. Slökktu á þér og forðastu ískápinn. Drekka vatn og sleepy time te.
Dagur 4 Mánudagur.
Mmmm nokkuð sæmileg líðan, kannski smá þoka.. pirringur en það er hvort sem er mánudagur svo það er bara hægt að kenna honum um. Enginn í vinnunni að gúffa sykur á mánudegi og freista þín er það nokkuð ? Drekka vatn vatn og aftur vatn.
Dagur 5
og ég er nokkuð viss um að þú ert laus við sykurþörfina. Frystu vínber og EF eitthvað kallar á þig þá áttu til eitt og eitt vínber til að maula á. Það er líka hægt að súkkulaðihúða döðlur með sykurlausu súkkulaði, velta upp úr kókos og frysta. Ostbiti, salami, blómkál, brokkolí og feit ídýfa. Klikkar ekki. Vatn.vatn vatn.
Ef þú þraukar þessa daga þá ertu komin vel inn í nýja viku, hausverkurinn og slæðingurinn horfinn og nú þarf bara að díla við hina ímynduðu sykurþörf. Þegar þú sérð aðra borða nammi, viltu þá nammi sjálfur eða heldur þú bara að þú viljir það ? Hvað segjir líkaminn? Ég er nokkuð viss um að við „social“ étum alveg eins og með marga aðra fíkn. Reyndu bara að ignora terturnar og föstudagsbakkelsið fáðu þér egg og beikon og hlustaðu á hvað kroppurinn er að segja þér. Kannski bara, nei nei ég er góður !!