30.06.2020
Á bæjarráðsfundi í dag fór Íris Róbertsdóttir yfir stöðuna í tengslum við Covid 19.
Enn eru samkomutakmarkanir á landinu og óljóst hvernig framhaldið verður með frekari tilslakanir ef nýjum innanlandssmitum heldur áfram að fjölga.
Íris fór yfir fyrirkomulag bæjarhátíða og viðburða í Eyjum:
Í sumar er búið að halda flesta þá viðburði sem haldnir hafa verið undanfarin ár. Sjómannadagsráð hélt sjómanndagshelgina hátíðlega, en með breyttu sniði þó. Haldin var hátíð vegna Þjóðhátíðardagsins, 17. júní og einnig hefur ÍBV Íþróttafélag haldið bæði TM mótið (pæjumót) og Orkumótið nú í júnímánuði. Mótin gengu mjög vel.
Voru þessir viðburðir aðlagaðir að þeim reglum og takmörkunum sem voru í gildi vegna Covid-19. Goslokahátíð verður haldin næstu helgi og verður fjölbreytt dagskrá með áherslu á barnadagskrá, listir og menningu. Öllum samkomutakörkunum og reglum sem eru í gildi verður fylgt.
Til þess að gæta að öryggi og fylgja tilmælum Almannavarnardeildar ríkislögreglustjóra og embættis sóttvarnalæknis hefur Goslokanefnd ákeðið að hætta við kvöldskemtun sem vera átti á Stakkagerðistúni.
Ljóst er að sá viðburður hefði getað orðið mjög fjölmennur og þar með aukið smithættu.
Bæjarráð þakkar upplýsingarnar frá Írisi bæjarstjóra og telur það ábyrga ákvörðun hjá Goslokanefnd að hætta við kvöldskemmtun á Stakkagerðistúni til þess að draga úr smithættu.