27.05.2020
Tígull hefur fengið ábendingar um að allt of algengt er að börn sem eru að ferðast um að rafmagnshlaupahjólum um eyjuna séu að fara ógætilega um. Sést hefur til atvika þar sem barn á slíku hjóli fari þvert yfir götu og eru ekki að líta í kringum sig og ökumaðurinn þurfti að negla niður.
Börnin eru að ná þó nokkrum hraða á slíkum hjólum alveg eins og á öllum faratækjum þeirra hvort sem það er hjól,hlaupahjól eða rafmagns- hlaupahjól þá verðum við foreldrar að fræða börnin okkar vel og ítreka umferðareglunar fyrir þeim.
Kæru ökumenn Eyjanna viljið þið einnig hafa varan á litlu krílunum sem fara ógætilega.
Ást og friður Kata Laufey