Mánudagur 25. september 2023

Ábending til foreldra varðandi hlaupbangsa (Gummy bears) sem innihalda kannabis og hugsanlega fleiri efni

24.05.2020

Um helgina komu upp 2 mál hjá Lögregunni á Suðurnesjum þar sem 13 og 14 ára stúlkur voru fluttar meðvitundarlausar á sjúkrahús.

Talið var í fyrstu að um veikindi væri að ræða en við sýnatöku kom í ljós að þær höfðu innbyrt kannabisefni og morfín. Rannsókn leiddi til þess að stúlkurnar voru á sama stað fyrr um kvöldið og var þeim báðum boðið að fá sér hlaup. Ómeðvitaðar hvað væri í hlaupinu þá fengu þær sér og enduðu þær báðar á sjúkrahúsi.

Málin bárust til lögreglunnar og rannsókn leiddi í ljós að stúlkurnar höfðu fengið þetta hjá ungum aðila sem hafði sjálfur keypt þetta af sér eldri manni. Sjálfsagt er um að ræða forvitni hjá unga fólkinu. Foreldrar þessara krakka spurðu lögregluna ítrekað hvar fá börnin þessi efni?

Aðgengi að fíkniefnum er afar auðvelt og fyrir þann sem hefur verið bent á hvernig þetta er gert þá tekur það ekki nema nokkrar mínútur að verða sér úti um efni. Lögreglan fór og ræddi við þann sem lét stúlkurnar hafa hlaupið og var hann yfirheyrður varðandi málið. Foreldrar þessara krakka ásamt barnavernd eru nú að vinna í því í sameiningu að aðstoða börn sín varðandi þessa reynslu og unga manninum sem var sér úti um þetta var brugðið er hann sat fyrir framan rannsóknarlögreglumann og áttaði hann sig á alvarleika málsins.

Við viljum brýna fyrir foreldrum að ræða þetta við börnin ykkar og fræða þau um þessar hættur sem eru þarna úti. Sá sem þetta ritar gerði sér ferð á veraldarvefinn og eftir stutta stund þar þá er gríðarlega auðvelt að búa til þetta hlaup og hægt er að steypa það í hvaða form sem er, hvort sem það eru hlaupbangsar eða hvað sem er. Verra er þó að í þetta er hægt að setja hvað sem er, eins og í því tilfelli sem er nefnt hér að ofan þá var einnig að finna morfín í þeim sýnum sem tekin voru úr stúlkunum. Í þetta er til dæmis hægt að setja allskyns sterk lyf eins og Contalgin eða Oxycontin og þá þarf ekki að spyrja að leikslokum ef 13 ára gamalt barn innbyrði slíkt hlaup.

Stúlkunum heilsast ágætlega í dag og eru útskrifaðar af sjúkrahúsi og munu að öllum líkindum ná sér að fullu.

Endilega ræðið þetta við börnin ykkar og takið spjallið.

Greint er frá þessu á facebooksíðu Lögreglunnar á Suðurnesjum.

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is