- Bæjarfjölmiðillinn í Vestmanneyjum -

Áætlunarflug fer að heyra sögunni til

Því miður mun áætlunarflug leggjast af nú í enda mánaðar en komið hefur skýrt svar frá Innviðaráðuneyti til núverandi flugrekanda, Flugfélagsins Ernir, um að ekki séu forsendur til að halda úti áframhaldandi lágmarks flugsamgöngum og er því síðasti séns að nýta sér þessa þjónustu mánudaginn 30. maí 2022.

Flugið er í sögulegu lágmarki

Hin sögulega hnignun á sér langan aðdraganda en náði hámarki í september 2020 þegar áætlunarflug lagðist hér af með öllu eftir erfitt ár í rekstri sökum faraldurs kórónuveirunnar.

Þáverandi flugrekandi hafði þá séð um áætlunarflug frá árinu 2010 af miklum sóma fyrir okkur Vestmannaeyinga.

Það var ekki fyrr en í desember sama ár sem nýr flugrekandi, Icelandair, tók til starfa með tvær ferðir í viku á sérstökum styrk vegna þess faraldurs sem gekk yfir heiminn. Icelandair hafði stuttu áður gefið út að þeir hygðust gera tilraun á áætlunarflugi yfir sumartímann eða frá maí og út september.

Það reyndist ganga illa þar sem faraldurinn var enn í miklum hæðum og ferðamenn ekki að koma í miklum mæli. Sumaráætlun félagsins var stytt og stóð ekki yfir nema í um þrjá mánuði.

Áætlunarflug lagðist því aftur af í september 2021 og við það stóð þar til Innviðaráðuneytið veitti

aftur sérstakan styrk vegna kórónuveirufaraldurs til að hefja aftur lágmarksflugsamgöngur milli lands

og Eyja sem nú heyra brátt sögunni til.

Ríkisstyrkt flug 2006-2010 og flug á markaðslegum forsendum 2010-2020

Á árum áður var ríkisstyrkt flug til Vestmannaeyja, eða á þeim tíma sem Sjálfstæðisflokkurinn var við völd og gekk það vel. Þegar Landsflug sem þá var og hét hætti áætlunarflugi til Eyja tók ekki nema 2-4 vikur að fá það í gegn að koma áætlunarflugi aftur á koppinn. Við tók Flugfélagið Ernir sem með miklum sóma sá um áætlunarflug milli Vestmannaeyja og Reykjavíkur. Svo gott var það að við minnstu tilefni voru farnar upp undir 4-5 ferðir á dag og gekk vel. Farþegatölur voru jákvæðar og aukning milli ára góð.

Það var ekki fyrr en 2019 sem verulega fór að halla á flugið enda flugmiðinn orðinn dýr sökum gjalda sem leggjast á flugið og var bæjaryfirvöldum gerð grein fyrir þessari neikvæðu þróun í flugmálum. Í kjölfarið brast á með kórónuveirufaraldri snemma árs 2020. Þrátt fyrir hremmingarnar tókst að halda úti flugi alla daga fram í september 2020 þegar áætunarflugi var hætt.

Það má því segja að áætlunarflug hafi verið í lausu lofti í á annað ár og því nauðsynlegt að leita allra

mögulegra leiða til að ná því aftur á flug.

Hannes Kr. Sigurðsson, 

10. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins

Sæunn Magnúsdóttir, 

6. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is