Aðfaranótt 21. janúar 1982 strandaði togarinn Pelagus við Prestabót í mjög slæmu veðri
Við afar erfiðar aðstæður tókst að bjarga sex skipverjum í land en tveir fórust. Undir lok björgunaraðgerða gerðist síðan sá hörmulegi atburður að tveir björgunarmenn fórust, þeir Kristján Víkingsson, læknir, og Hannes Kristinn Óskarsson sveitaforingi Hjálpasveitar Skáta Vestmannaeyjum.
Viðstaddur athöfnina á sunnudaginn verður Bart Gulpen, sem er einn eftirlifandi þeirra belgísku skipbrotsmanna sem bjargað var. Hann var einungis 17 ára skipverji á Pelagus þegar hann strandaði.