Á annað hundrað nemendur keppa í iðn- og verkgreinum

Á annað hundrað nemendur keppa í iðn- og verkgreinum í Laugardalshöll 

Mín framtíð 2023 – framhaldsskólakynning og Íslandsmót iðn- og verkgreina 16. – 18. mars

 Dagana 16. – 18. mars 2023 mun Verkiðn halda Íslandsmót iðn- og verkgreina og framhaldsskólakynningu í Laugardalshöllinni í samvinnu við mennta- og barnamálaráðuneytið, sveitarfélög og fagfélög iðn- og starfsgreina.

 

Keppt í 22 faggreinum
Á annað hundrað keppendur taka þátt í 22 faggreinum og takast á við krefjandi og raunveruleg verkefni í samkeppni sem reynir á hæfni, skipulagshæfileika og fagmennsku. Sigurvegarar í 11 greinum eiga kost á að taka þátt í Evrópumóti iðn- og verkgreina sem fer fram í Gdansk í Póllandi í september nk.

Greinarnar eru: Bakaraiðn, bifreiðasmíði, bílamálun, fataiðn, forritun, framreiðsla, grafísk miðlun, gull- og silfursmíði, hársnyrtiiðn, húsasmíði, kjötiðn, matreiðsla, málaraiðn, málmsuða, pípulagnir, rafeindavirkjun, rafvirkjun, skrúðgarðyrkja, snyrtifræði, vefþróun, veggfóðrun og dúkalögn og múraraiðn.

 

Námsframboð í 30 framhaldsskólum kynnt
Á Minni framtíð sýna einnig 11 iðn- og verkgreinar á mótssvæðinu og leyfa gestum jafnvel að prófa handtökin. Þá kynnir 30 framhaldsskóli námsframboð sitt.

Mennta- og barnamálaráðherra, Ásmundur Einar Daðason, opnar viðburðinn fimmtudaginn 16. mars kl. 9.00 og óska keppendum góðs gengis. Ásmundur Einar mun við þetta tilefni spreyta sig á Íslandsmóti áhugamanna í iðn- og verkgreinum.

 

Fjölskyldudagur á laugardag
Á laugardag verður haldinn fjölskyldudagur og öll boðin velkomin að kynna sér nám á framhaldsskólastigi. Team Spark kynnir rafmagnsbílinn sinn, Sirkus Íslands sýnir listir sínar og fjölmargar keppnis- og sýningargreinar leyfa gestum að prófa handtökin.

Keppendur í kjötiðn halda uppboð á afurðum keppni sinnar greinar. Allar nánari upplýsingar um Mína framtíð er að finna á vefsíðunni www.namogstorf.is

 

Nánari upplýsingar veita:

Skapta Örn Ólafsson, fjölmiðlafulltrúi Mín framtíð í síma 899-2200

Kristjana Guðbrandsdóttur, verkefnasstjóri Mín framtíð í síma 611-5910

 

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is