9. desember – Jóladagatal Listasafnsins – Axel Theodór Einarsson

Axel Theodór Einarsson hefði getað orðið þekktur sem listamaður. Hann var fæddur í Garðhúsum (Kirkjuvegi 14) 1896 og andaðist í Reykjavík 1974, þrotinn að heilsu eftir áratuga vonlausa baráttu við Bakkus.

Árið 2011 rákumst við nokkur í Listvinafélaginu á verk sem voru merkt A.E. Forvitni okkar var vakin og smám saman vafðist utan af lífi sem hefði getað orðið svo miklu gjöfulla ef skugginn hefði ekki sífellt vomað yfir.

Listvinahópurinn ákvað að reisa þessum gleymda og góða listamanni Eyjanna nokkurs konar bautastein með því annars vegar að hefjast handa við skráningu á málverkum eftir hann og hins vegar með því að efna til sýningar á verkum eftir Axel í eigu bæjarbúa. Svo mikið reyndist til af verkum eftir Axel sem boðin voru fram til láns á sýninguna að við urðum að flytja hana í safnaðarheimili Landakirkju.

Eina barn hans sem þá var enn á lífi, Soffía, kom frá Gautaborg þar sem hún bjó, þá orðin 88 ára ásamt dóttur sinni. Sagði hún okkur að þessi sýning væri fyrsta einkasýning á verkum föður síns.

Skráð eru á annað hundrað málverk eftir Axel, í eigu Listasafnsins og í einkaeigu í Eyjum og á fastalandinu. Ef einhver á eða telur sig geta átt verk eftir Axel er viðkomandi vinsamlegast beðinn um að hafa samband við Listvinafélagið. t.d. í gegnum netfangið kari@vestmannaeyjar.is.

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search