88 þjóðhátíðarlög – hvert þeirra er það allra besta?

Guðrún Jónsdóttir er með skemmtilegan… tja kannski ekki leik.. frekar könnun í gangi, sem gaman væri að sem flestir tækju þátt í. Hún snýst um að finna út hvert er allra besta þjóðhátíðarlagið. Alls eru þau orðin 88 talsins og því ekkert auðvelt að finna út úr þessu.

Hér er facebook-færslan hennar Guðrúnar sem hún útskýrir hvernig fyrirkomulagði verður og svo fyrir neðan er fyrsta könnunnin

Hversu oft hafið þið verið spurð – eða velt fyrir ykkur: Hvert er besta þjóðhátíðarlag allra tíma? Hvað er uppáhaldsþjóðhátíðarlagið þitt?
Þar er úr vöndu að ráða enda komin 88 ára hefð fyrir fyrirbærinu Þjóðhátíðarlag. En núna næstu vikurnar, fram að Þjóðhátíð ætlum við að skera úr um þetta, þið ætlið að hjálpa mér, ekki satt?

Það verða sem sagt undanriðlar, hver áratugur er einn undanriðill og svo verður keppt í undanúrslitum (úr bestu lögum hvers áratugar) og svo úrslitum, topp þrjú. Erum við ekki til í þetta?

Riðlarnir verða misþungir því gæði laganna hafa einhvern veginn dálítið komið og farið í bylgjum og svo hafa því miður ekki fundist öll lögin og spurning því hvort t.d. einhver lifandi sála viti og muni hvernig lagið Setjumst að sumbli (sem var fyrsta þjóðhátíðarlagið) hljómar? En nafnið eitt og sér á alveg skilið einhver atkvæði.

Það mega allir taka þátt. Allir. Líka þeir sem hafa aldrei komið til Vestmannaeyja. Ef fólk vill ekki taka þátt opinberlega vegna einhverra ástæðna (mögulega samfélagsmiðlafælni, sérstaklega eftir storminn undanfarna daga) megið þið senda mér ykkar val í einkapósti. Ég bæti þeim atkvæðum þá við. Annars eru skemmtileg komment og umræður og “geri grein fyrir atkvæði mínu” mjög vel þegin.

Fyrsti dagurinn :

Fyrsti áratugurinn sem er til umfjöllunar er 4. áratugur 20. aldar eða 1931-1940 (mér finnst reyndar að áratugi eigi að telja frá 0 og til 9 en ég er víst í minnihluta og svo hentar þetta betur hér). Þetta er reyndar frá 1933 þegar fyrsta lagið kom út. Því miður eru ekki öll lögin til útgefin svo þið þurfið að láta ímyndunaraflið aðeins ráða ferðinni.
Hér eru samt sem áður perlur innan um og ég hvet ykkur eindregið til að gefa Bláa borðanum tækifæri. Hversu mikil snilld er það að yrkja Þjóðhátíðarlag um smjörlíki?
Minni á að aðeins má velja eitt lag frá hverjum áratug og könnun stendur þangað til á morgun þegar ég kunngeri sigurvegara „the thirties“. Það má mjög gjarnan færa rök fyrir atkvæði sínu og það er víst ekki hægt að gera könnun á svona venjulegri facebook síðu, bara hópasíðum, svo þið neyðist til að setja ykkar val í athugasemd – nú eða í einkaskilaboðum.
Öll lögin eru eftir Oddgeir og Árni úr Eyjum á alla textana. Engar flækjur hér á ferð.
1933 Setjumst að sumbli
1936 Blái borðinn
1937 Ágústnótt
1938 Þjóðhátíðarsöngur
1939 Hátíðarnótt í Herjólfsdal
1940 Meira fjör (Sigling)

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search