800 milljónum kr. varið til að efla sumarnám

22.04.2020

Stjórnvöld hafa ákveðið að veita 800 milljónum kr. til framhalds- og háskóla svo unnt sé að bjóða námsmönnum upp á sumarnám á komandi sumri. Markmið fjárveitingarinnar er að sporna gegn atvinnuleysi meðal ungs fólks og efla menntun. Gert er ráð fyrir 500 milljónum kr. í sumarnám á háskólastigi og 300 milljónum kr. í sumarnám á framhaldsskólastigi.

„Óvenjulegar aðstæður kalla á óhefðbundnar lausnir. Atvinnustigið á komandi sumri verður lægra en við eigum að venjast og það mun henta mörgum að nýta sumartímann til náms. Með þessu flýta námsmenn fyrir sínum námslokum og koma því fyrr fullnuma út í atvinnulífið, sem mun taka við sér fyrr en síðar. Þörfin fyrir vel menntað fólk verður áfram mikil,“ segir Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra.

Á framhaldsskólastigi verður boðið upp á stað-, dreif- og fjarnám sem nýtist í áframhaldandi nám. Um er að ræða annars vegar kynningaráfanga, svo sem nýsköpun, tækni og listir, og hins vegar áfanga sem eru hluti af námsbrautum skólanna. Jafnframt verður boðið upp á stuttar starfsnámsleiðir. Til að koma til móts við starfsnámsnemendur á námssamningum verða tilraunaverkefni um starfsþjálfun fyrir nemendur sem ekki komast að hjá fyrirtækjum.

Á háskólastigi eru markhópar sumarnámsins núverandi nemendur, framtíðarnemendur, fagaðilar, þátttakendur í sprotaverkefnum háskóla og atvinnulausir. Jafnframt verði boðið upp á verklega kennslu og launaða starfsþjálfun fyrir nemendur sem ekki hefur verið möguleg vegna takmarkana á skólastarfi í samkomubanni.

Forsíðumynd – samstarfsverkefni #fyrirmig

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is