09.09.2020
Alls hafa verið skráðar 7019 pysjur í dag hjá pysjueftirlitinu.
Áhugavert að sjá í frétt frá Eyjafréttum fyrir fimm árum síðan þá var fyrsta pysjan að finnast. En í fróðleik frá pysjueftirlitinu þá segir: lífslíkur pysja sem eru snemma á ferðinni reynast vera meiri en þeirra sem koma seinna og sömuleiðis aukast þær með aukinni þyngd.
Pysjurnar í ár virðast því vera í góðum málum.
Forsíðumynd er tekin frá facebooksíðu pysjueftirlitsins.