10.07.2020
7 tindar á Heimaey er skemmtilegur viðburður sem haldinn er árlega í Vestmannaeyjum þar sem gengið/hlaupið er á 7 tinda Heimaeyjar.
Í ár verður þessi skemmtilega gang/hlaup laugardaginn 18. júlí og er stefnt á að byrja kl. 12:00 frá Klaufinni eins og síðustu ár.
Byrjað er við Klaufina, fyrst er farinn hringurinn um Stórhöfða, annar tindurinn er Sæfjallið, þriðji Helgafell, fjórði Eldfell, fimmti Heimaklettur, sjötti er HÁ og sjöundi er Dalfjall, endað er inn í dal.
Þátttökugjöld eru 4.000 kr fyrir 11 ára og eldri (f. 2009 og fyrr) og frítt fyrir 10 ára og yngri (f. 2010 og síðar).
Hægt er að skrá sig á hlaup.is