18.07.2020
7 tindar á Heimaey er skemmtilegur viðburður sem haldinn er árlega hérna í Vestmannaeyjum þar sem gengið/hlaupið er á 7 tinda Heimaeyjar.
Byrjað er út í Klauf og gengið/hlaupið hringinn í kringum Stórhöfða, næst er farið aflíðandi upp Sæfjallið, svo eru Helgafell og Eldfell gengin/hlaupin. Heimaklettur er 5 tindurinn svo í lokinn er farið yfir HÁ og yfir Eggjarnar og niður Dalfallið og endað inn í dal.
Tekið er fram að enginn skilda er að fara alla leiðina, þess vegna er hægt að byrja gleðina með öllum og rölta bara Stórhöfða já eða taka tvo eða þrjá tinda.
Þátttökugjöld eru 4.000 kr fyrir 11 ára og eldri (f. 2009 og fyrr) og frítt fyrir 10 ára og yngri (f. 2010 og síðar).
Hægt er að skrá sig á hlaup.is alveg fram að hlaupi og einnig er hægt að mæta og skrá sig á staðnum, allt hægt.
https://www.hlaup.is/default.asp?cat_id=974
