7 Tindar á Heimaey á morgun – allt sem þú þarft að vita

Hin árlega ganga/hlaup, 7 Tindar á Heimaey eru á morgun laugardag

Gangan hefst klukkan 12:00 en gott er að fólk mæti um klukkan 11:30. Við hefjum svo gönguna frá bílastæðinu við fuglaskoðunarhúsið við Stórhöfða.

Það verða ferðir frá Herjólfsbryggju upp á Stórhöfða á byrjunarreit, við miðum við að fara þaðan þegar Herjólfur kemur um klukkan 11:25.

Það stefnir í frábært veður, svo um að gera að maka á sig sólarvörn og gott að hafa sitt vatn með líka þótt það séu tvær drykkjarstöðvar, fyrri við Eldfell og seinni við Heimaklett boðið verður upp á Powerade og skógarberja topp, einnig bjóða snillingarnir í The Brothers Brewery upp á einn ískaldan í endamarkinu inn í Herjólfsdal.

Friðrik Benediktson mun hlaupa með þeim sem vilja fara hlaupandi alla leiðina. Kata Laufey og Nonni munu ganga með hópnum. Það eru flögg við hvern „tind“  1#Stórhöfði, 2#Sæfjall, 3#Helgafell, 4#Eldfell, 5#Heimaklettur, 6# Moldi, Há há og 7# Eggjar, Dalfjall. Einnig erum bláar blöðrur á ljósastaurum í gegnum bæinn eftir að komið er af Eldfelli sem leiðir fólk að Heimaklett.

Við leggjum áherslu  á að njóta Heimaeyjar í 7 Tinda göngunni, þetta er ekki keppni, við erum ekki með keppnis númer eða tímatöku. Allir fá viðurkenningu fyrir að hafa lokið/ tekið þátt í göngunni. Ekki er skylda að fara alla tindana eingöngu það sem þú treystir þér í.

Ef þú ert ekki nú þegar búin að skrá þig og langar að mæta þá er ekkert mál að skrá sig á staðnum á morgun eða senda okkur póst á leturstofan@leturstofan.is

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on google
Share on pinterest

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is