Miðvikudagur 24. apríl 2024

65 í einangrun og 68 í sóttkví í Vestmannaeyjum í dag

Tölur sem hafa birst inn á heimasíðu HSU hafa ekki gefið rétta mynd af stöðunni í Eyjum undanfarna daga þar sem komið var fram á þriðja dag án þess að sýni kæmust til greiningar segir í tilkynningu frá Davíð Egilssyni, svæðislæknir sóttvarna í Vestmannaeyjum.

Það kom því nokkur gusa af staðfestum smitum seinnipart föstudags eins og við var að búast.

Fjöldi skráðra í einangrun í dag eru 65, og 68 í sóttkví.

Hingað til hafa ekki komið upp alvarleg veikindi í þessari bylgju, en nokkrir hafa þó þurft aðstoð á heilsugæslu og einhverjir þurft stuðningsmeðferð. Enginn hefur að lagst inn á sjúkrahús.

Smit eru að stinga sér niður á víð og dreif og hafa til dæmis komið upp smit á vinnustöðum, í grunnskólanum og á leikskóla síðustu daga. Það er slæmt þegar töf verður á niðurstöðum og eykur líkurnar á að smit nái að dreifa sér meira en ella.

Sýnatökutíma var breytt til að eiga möguleika á niðurstöðum samdægurs.

Þetta er gert í samvinnu við Lögregluna og Vestmannaeyjabæ  sem ætla að hjálpa við flutning sýna á áfangastað í Reykjavík. Þá er ætlunin að nota áætlunarflug þá daga sem það er í boði.  Veðrið og samgöngurnar hafa svo verið eins og þær eru síðustu daga og við það er ekki ráðið.  Ef ekki er flogið og ekki siglt í Landeyjahöfn þá fara sýnin ekki í vinnslu fyrr en daginn eftir sýnatöku.

Sterkasta vopnið sem við höfum í dag til að hægja á útbreiðslu veirunnar eru viðbrögð einstaklinga við einkennum eða útsetningu fyrir smiti.  

Þeir sem eru með einkenni sem bent geta til Covid fari í PCR sýnatöku og haldi sig til hlés þar til niðurstöður berast, og hafi sjálfir frumkvæði að því að láta fólk í kringum sig vita af mögulegu smiti. Þetta er sérstaklega mikilvægt hér í Eyjum þar sem niðurstöður geta tafist.

Eins að þeir sem hafa verið í nálægð við mögulega smitaða einstaklinga fari varlega, fylgi sóttkví eða smitgát eftir atvikum þar til niðurstaða úr PCR prófi liggur fyrir. Hraðpróf hjálpa, en þau eru ekki nægilega áreiðanleg til að útilokað smit. Það má segja að jákvætt hraðpróf bendi sterklega til Covid smits, en neikvætt hraðpróf útilokar ekki smit.

Minnum á sýnatökutíma:

Kl 9:30 virka daga;    PCR sýni.  Fyrir fólk með einkenni og þá sem útskrifast úr sóttkví.

KL 11:00 virka daga;  hraðpróf

Covid tests

At 9:30 on weekdays ,   PCR,  for those with symtons and those discharging from quarantine

At 11:00 on weekdays,  rapid tests

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search