krakkar, börn

600 börn og ungmenni nýttu sér frístundastyrk Vestmannaeyjabæjar 2020

Á fundi fjölskyldu og tómstundaráðs þann 4.febrúar var farið yfir hve margir nýttu sér frístundarstyrkinn árið 2020.

Árið 2020 voru alls 600 börn og ungmenni í aldurshópnum 2 – 18 ára sem nýttu sér frístundastyrk Vestmannaeyjabæjar að hluta eða öllu leyti

Þetta er samtals 69% af börnum á þessum aldri og mikil hækkun frá árinu áður, 2019 þegar um 37% barna á þessum aldri nýttu sér styrkinn.

Flestir nýta styrkinn til æfinga hjá ÍBV-íþróttafélagi en Fimleikafélagið Rán fylgir þar á eftir.

Aðrir styrkir nýtast til annarra félagsstarfa s.s. Hressó, Sundfélagsins, Tónlistarskólans, GV, Skátafélagsins Faxa o.fl.

Örlítið fleiri drengir en stúlkur nýta sér frístundastyrkinn en dreifingin milli kynja og árganga er misjöfn.

Heildarkostnaður Vestmannaeyjabæjar vegna frístundastyrkjar fyrir árið 2020 var um 17,2 milljón og hækkaði um 1,5 milljón á milli ára (9,5%).

Fjölskyldu- og tómstundaráð fagnar því að fjölgun sé á börnum sem nýta sér frístundastyrkinn og hvetur til aukinnar þátttöku barna í frístundastarfi.

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search