14.04.2020 kl 17:25
Nú er komin vika frá því síðast greindist nýtt smit í Vestmannaeyjum.
Enn er heildarfjöldi smita 103, 60 hafa náð bata og 43 eru með virk smit. Í dag eru 150 manns í sóttkví.
Enn þurfum við að gæta okkar og fara að öllum reglum.
Gangi ykkur vel.
f.h. aðgerðastjórnar
Páley Borgþórsdóttir, aðgerðastjóri.
Forsíðumynd – Landspítalinn