60 ár frá komu Herjólfs fyrsta

Það var stórt stökk í samgöngumálum Vestmannaeyinga þegar fyrsti Herjólfur kom í desember 1959. Hann var hefðbundið farþega- og  flutningaskip sem gat tekið nokkra bíla á dekk. Hann gekk daglega á milli Reykjavíkur og Vestmannaeyja og sigldi auk þess hálfsmánaðarlega til Hornafjarðar og á sumrin hin síðari ár til Þorlákshafnar einu sinni í viku.

Á morgun fimmtudag kl. 17.00 verður þess minnst í Einarsstofu að þá verða nákvæmlega 60 ár frá því fyrsti Herjólfur kom til Eyja í fyrsta skipti með myndum og upprifjun frá þessum merku tímamótum sem var vel fagnað.

Sigurgeir Jónasson, ljósmyndari frá Skuld tók myndir þegar Herjólfur lagðist að bryggju laugardaginn 12. desember 1959 og verða þær sýndar á fimmtudaginn. Auk mynda af áhöfn og farþegum sem sigldu með svarta Herjólfi eins og hann var oft nefndur. Þjónaði hann Eyjamönnum til ársins 1976. Guðbjartur Ellert Jónsson, framkvæmdastjóri Herjólfs ohf. segir frá stöðu mála í dag.

Herjólfur númer tvö, sem var farþega- og bílaferja kom í júlí 1976 og reglulegar siglingar hófust til Þorlákshafnar. Fyrst sex daga í viku, seinna sjö og fjölgaði loks upp í 14 ferðir á viku. 

Á 16 árum flutti Herjólfur nr. 2. 800 þúsund farþega og um 150 þúsund farartæki. Skipið var að lokum selt til Svíþjóðar og var það sænski herinn sem keypti það.

Herjólfur nr. 3 kom í júní 1992 og sigldi til Þorlákshafnar eins og forverinn en hóf siglingar í Landeyjahöfn í júlí 2010. Það gekk misjafnlega en strax var ljóst að Landeyjahöfn var mikil samgöngubót, á meðan hún virkaði. Á þeim tíma sem Herjólfur h.f. átti skipið, þ.e. á tímabilinu 1992-2000, flutti það u.þ.b. 750 þúsund farþega og um 200 þúsund farartæki stór og smá. Miðað við það má gera ráð fyrir að skipið hafi flutt yfir 2 milljónir farþegar og 400 til 500 þúsund faratæki til dagsins í dag. Hann er enn til taks og verður næstu 2 árin.

 Í sumar kom svo Herjólfur númer 4 og er hann séstaklega hannaður til siglinga í Landeyjahöfn. Hann hefur reynst vel og er þegar orðin mikil samgöngubót. Nú eru áætlaðar 7 ferðir á dag í Landeyjahöfn eða tvær til Þorlákshafnar þegar veður gerast stríð. 

Það sem af er vetri hafa ekki margar ferðir í Landeyjahöfn fallið niður og farþegar láta vel af því að ferðast með skipinu. 

Ef horft er til samgangna í Vestmannaeyjum skipti flug á Bakka og til Reykjavíkur miklu máli allt fram til ársins 2010 þegar Landeyjahöfn var opnuð. Framfarirnar eru miklar frá Stokkseyrarbátnum og mjólkubátnum í Þorlákshöfn en Eyjamenn horfðu til fleiri möguleika og fengu hingað loftpúðaskip sumarið 1967 sem sigldi upp í sand. Það reyndist ekki hentugt en hugmynd um jarðgöng lifir enn góðu lífi og kannski verða þau að veruleika einhvern tímann í frmatíðinni. Hver veit?

Herjófur eitt til þrjú reyndust mikil happaskip og þjónuðu Eyjamönnum vel. Megi Guð og gæfan fylgja nýjasta Herjólfi.

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search