Fáir listamenn standa Eyjahjarta nær en Guðni Hermansen.
Af þeim sökum völdum við 2 málverk eftir hann til að prýða jóladagatalið okkar þetta árið. Sveipir frá 1965 er óvenjulegt málverk úr hendi hans, dulúðugt en má túlka sem frostblóm læst í greipum vetrar. Jólin er sá máttur sem sprengir fjötrana og opnar bláma himins leið til jarðar.