27.07.2020
Í gær fékk 112 hringinu sem hljóðaði svona: ELDUR. Slökkviliðið var ræst út í Vestmanneyjum því þaðan kom boðið en þegar á staðin var komið þá kom í ljós að um var að ræða 6 ára eyjamær og vin hennar sem höfðu verið að gera smá símaat með gps úrinu sínu. Þeim var frekar brugðið þegar lögreglan, slökkviliðið og sjúkrabíll mættu á svæðið innan örfárra mínútna eftir símtalið að sögn föðurs stúlkunnar.
Foreldrarnir þakka fyrir mjög góð viðbrögð Slökkvuliðs og Lögreglunnar í Vestmanneyjum og einnig þakka skilningin á því að um var að ræða tvo litla grislinga að fikta.
Munum að brýna fyrir börnum okkar að misnota ekki gps úrin og hringja platsímtöl í 112.
Birt með leyfi föðurs stúlkunnar.